is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5757

Titill: 
  • Rafhlöður í samgöngum : raunhæfnimat á rafhlöðum í hlutverki meginaflgjafa samgöngutækja.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umræðan um rafbíla sem samgöngutæki framtíðarinnar hefur orðið sífellt meira áberandi hin síðari ár. Áhyggjur af tæmingu auðlinda jarðefnaeldsneytis og aukin umhverfisvitund gagnvart mengandi útblæstri bifreiða eru á meðal helstu hvata þeirrar umræðu. Margir bílaframleiðendur hafa þegar framleitt rafbíla en áhöld eru uppi um hvort slíkir bílar séu raunhæfir keppinautar hinna hefðbundnu bifreiða sem knúnar eru áfram með jarðefnaeldsneyti.
    Í verkefni þessu er leitast við að greina helstu þætti sem áhrif hafa á raunhæfni rafvæðingu þess hluta almenningssamgangna sem snýr að bifreiðum. Auk heimildaleitar um almennt eðli þessara þátta eru eiginleikar hefðbundinna bifreiða, tengiltvinnbíla og rafbíla bornir saman með það að markmiði að meta raunhæfni rafvæddu samgöngutækjanna. Sér í lagi er litið á viðfangsefnið frá sjónarhóli neytenda, þar sem hinn almenni borgari hefur töluvert að segja um hvort ný tækni öðlist víðtæka útbreiðslu eða ekki. Um fjölmargar breytur er að ræða og ekki er um tæmandi umfjöllun í því samhengi að ræða. Reynt er þó að taka þær breytur fyrir sem mestu máli skipta til þess að gefa sem gleggsta mynd af viðfangsefninu.
    Niðurstaðan sem dregin er af þessari athugun á raunhæfni rafhlaðna í samgöngum byggir á mati á þeim þáttum sem teknir eru fyrir og þeim gögnum sem mynda ritsmíð þessa. Ályktað er svo að miðað við stöðuna í dag er samkeppnisstaða rafvæddra samgöngutækja nokkuð góð ef miðað er við hinar hefðbundnu bifreiðir. Framtíðarhorfur í möguleikum rafhlaðna í samgöngum eru fremur jákvæðar en það er þó háð þróun á til að mynda olíuverði og rafhlöðukostnaði. Líklegt má telja að skiptin yfir í vistvænni kosti í samgöngum gerist ekki í einu vetfangi heldur í þrepum, frá hefðbundnum bifreiðum yfir í hreina rafbíla, á nokkrum árum eða jafnvel áratugum. Ýmislegt hefur áhrif hvað þessi skipti varðar, svo sem verðþróun sú sem áður er minnst á en einnig áhrif stjórnvalda og ákvarðanir neytenda á þessu sviði.
    Lykilorð: Rafhlaða, rafbíll, hefðbundin bifreið, eldsneyti, hleðsla.

Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5757


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_HA080179_April2010.pdf1.3 MBOpinn"Rafhlöður í samgöngum"-heildPDFSkoða/Opna