ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5758

Titill

Markaðssetning á netinu - íslenskir fatahönnuðir

Útdráttur

Íslensk fatahönnun hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og fatahönnuðum hefur fjölgað mikið. Hröð þróun hefur einnig verið á möguleikum netsins og því hvernig fyrirtæki nýta sér það í markaðssetningu. Markmið verkefnisins er því að skoða hvernig íslenskir fatahönnuðir nýta sér netið í markaðssetningu á vörum sínum.
Við gerð verkefnisins var notast við eigindlegar rannsóknir. Tekin voru viðtöl við fjóra aðila sem starfa allir við íslenska fatahönnun. Unnið var úr viðtölunum og þau greind. Niðurstöður verkefnisins byggja á svörum viðmælenda um hvernig fyrirtæki þeirra nýta sér markaðssetningu á netinu.
Helstu niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að íslenskir fatahönnuðir nýta sér netið töluvert mikið í markaðssetningu á vörum sínum og þjónustu. Auðvelt og fljótlegt er að ná til viðskiptavina með þeirri leið. Hægt var að sjá töluverðan mun á markaðssetningu fyrirtækjanna á netinu og fór það m.a. eftir því hvort að aðilinn sem sá um markaðssetningu var menntaður í þeim fræðum eða ekki. Markaðsstarf þeirra fyrirtækja sem voru með menntaðan aðila var mun markvissara og skýrara.
Öll fyrirtækin eru með heimasíður og er það þeirra helsta markaðssetning. Heimasíðunum eru þó veitt mismikil athygli og hefur það áhrif á auglýsingamátt fyrirtækjanna og tengsl þeirra við viðskiptavininn. Vefverslanir eru einskonar stuðningur við verslanir fyrirtækjanna og er það að færast í aukana að íslensk fyrirtæki nýti sér þær.
Samfélagsmiðlar eru einnig mikilvægt tæki í markaðssetningu fyrirtækjanna ásamt heimasíðum. Samfélagsmiðillinn Facebook er vinsælastur og nýta öll fyrirtækin hann vel. Facebook gefur fyrirtækjunum færi á gagnvirkum samskiptum við viðskiptavininn og fá þannig svörun frá þeim. Töluvpóstlistar eru einnig áhrifaríkir en vanda verður til verks þegar þeir eru notaðir svo ímynd fyrirtækisins skaðist ekki.
Einungis eitt af fjórum fyrirtækjunum nýta sér leitarvélarnar í markaðssetningu sinni en mikil vakning er þó í þessum efnum
Segja má að netið sé mjög mikilvægt fyrir fyrirtækin í markaðsstarfi þeirra, sama af hvaða stærðargráðu þau eru.
Lykilorð: Markaðssetning á netinu, fatahönnun, auglýsingar, samfélagsmiðlar og stafræn tækni

Samþykkt
23.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaverkefni 10. maí.pdf590KBOpinn Markaðssetning á netinu - íslenskir fatahönnuðir - heild PDF Skoða/Opna