is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5766

Titill: 
  • Segðu það betur! : um kennslu munnlegrar tjáningar á unglingastigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð, sem fengið hefur nafnið Segðu það betur!, er fjallað um hvernig kennslu munnlegrar tjáningar er háttað á unglingastigi í íslenskum grunnskólum. Lagt er mat á hvort markvisst sé unnið að því að efla nemendur í að tjá sig munnlega. Rannsóknin er eigindleg og inniheldur viðtöl við móðurmálskennara á unglingastigi, vettvangs¬rannsókn, kennslu¬leiðbeiningar og fræðilega umfjöllun.
    Viðtöl voru tekin við móðurmálskennara í fimm skólum. Spurt var meðal annars hvernig kennslu munnlegrar tjáningar væri háttað, hver væru viðhorf kennara til hennar og hvernig þeir myndu vilja haga kennslunni. Viðtölin voru tekin í febrúar 2010. Vettvangsrannsókn var gerð í áttunda bekk grunnskóla vorið 2009. Þar tóku unglingar þátt í munnlegri tjáningu og bjuggu til verkefni fyrir jafnaldra sína. Verkefnin kröfðust einnig munnlegrar tjáningar. Gerðar voru kennsluleiðbeiningar sem hafa að geyma ýmsar hugmyndir um hvernig má kenna munnlega tjáningu með norrænni goðafræði. Í fræðilegri umfjöllun var leitað í smiðju fagfólks sem ritað hefur um tjáningu frá mörgum hliðum.
    Með rannsókninni vildi ég leggja mat á hvort kennsla munnlegrar tjáningar uppfyllti markmið Aðalnámskrár grunnskóla og hvort nemendur fengju þjálfun í að tjá sig munnlega á þann hátt sem mun nýtast þeim í þjóðfélagi og á vinnumarkaði sem gerir síauknar kröfur.
    Niðurstaða vettvangsrannsóknarinnar var sú að ekki höfðu unglingarnir einungis gaman af vinnu með munnlega tjáningu, heldur áttu þeir auðvelt með að búa til verkefni fyrir jafnaldra sína, verkefni sem kröfðust slíkrar tjáningar. Viðtölin leiddu í ljós að talsvert var unnið með munnlega tjáningu í öllum þeim skólum sem rannsóknin tók til. Starfið var fjölbreytt og náði yfir margar námsgreinar. Viðmælendurnir sögðu þó allir að munnlegri tjáningu mætti gera hærra undir höfði og kenna hana á markvissari hátt. Í skólunum var hvergi sérstaklega gert ráð fyrir þjálfun í munnlegri tjáningu í stundaskrá en meira miðað að því að grípa tækifærin þegar þau gæfust.

Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5766


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Segðu það betur.pdf939.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna