is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5776

Titill: 
  • Varmadælur til kyndingar í Grímsey
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort uppsetning varmadæla gæti minnkað olíunotkun til húshitunar í Grímsey, þar sem húshitunarkostnaður hefur hækkað mikið undanfarin ár. Grímseyingar búa við þá sérstöðu að hafa hvorki aðgang að hefðbundinni hitaveitu né landsneti rafmagns og kynda því með olíubrennslu og fá sitt rafmagn frá dísilrafstöðvum sem ganga fyrir olíu. Jarðvarmi í eynni er umtalsverður en illa hefur gengið að koma upp hefðbundinni hitaveitu; því voru vonir um að varmadælur gætu hjálpað til við að leysa orkuvandann í Grímsey. Núverandi olíukynding grímseyskra heimila krefst árlega um 110.000 lítra af olíu og með hækkandi heimsmarkaðsverði olíunnar hefur kostnaður við kyndingu í Grímsey aukist hratt. Dísilrafstöðvarnar sem sæju varmadælunum fyrir rafmagni þyrftu um 64.700 lítra af olíu árlega til að anna raforkuþörf varmadælanna. Þetta er töluverð minnkun í olíunotkun til hitunar heimilanna en taka verður inn í dæmið að rafmagnið frá dísilrafstöðvunum er dýrt í samanburði við rafmagn sem keypt er af landsnetinu. Af því leiðir að sá sparnaður sem næst í rekstrarkostnaði húshitunar í eynni með skiptingu yfir í varmadælur er ekki mikill. Eftir uppsetningu varmadæla þyrftu Grímseyingar eftir sem áður töluverðar niðurgreiðslur vegna húshitunar. Niðurstaða verkefnisins er að þrátt fyrir að skipting yfir í kyndingu með varmadælum geti dregið verulega úr árlegri olíuþörf heimilanna, næst óverulegur rekstrarsparnaður kyndingar við innleiðslu varmadæla í eynni nema til komi ódýrari aðferðir við framleiðslu rafmagns.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
4-eintök-lok-hrönn.pdf414.17 kBOpinn"Varmadælur til kyndingar í Grímsey"-heildPDFSkoða/Opna