ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5777

Titill

Arðsemismat á gerð fiskvegar í bleikjuveiðiá í Eyjafirði

Útdráttur

Tilgangur þessa verkefnis er að meta arðsemi þess að byggja fiskveg í Þorvaldsdalsá í Eyjafirði. Þar hefur lengi verið áhugi á byggingu slíks mannvirkis þar sem ófiskgengur foss er neðarlega í ánni en ofan hans er stórt ónýtt svæði. Rannsóknir hafa staðfest gæði svæðisins til seiðauppeldis og að það henti bleikju fremur laxi.
Í verkefninu er fjallað um líffræði bleikju og helstu rannsóknir sem tengjast búsvæðavali og stofnstærðarmati. Fjallað erum fiskrækt og fiskvegi. Þá er gerð grein fyrir þróun silungsveiða, efnahagslegum áhrifum og áhrifaþáttum tekna á veiðileyfasölu. Að lokum er svo fjallað um ár í Eyjafirði út frá vistfræði og veiði fyrir samanburð við Þorvaldsdalsá.
Þar sem upplýsingar um veiði í ánni eru takmarkaðar er hluti rannsóknarinnar ætlaður að reyna meta stærð veiðistofns og forsendur tekna með samanburði við aðrar ár á Eyjafjarðarsvæðinu. Niðurstöður samanburðarins leiddu í ljós að mögulega væri hægt að fá þó nokkrar tekjur á veiðileyfasölu en vegna óvissa um stærð veiðistofns er ekki hægt að leggja raunhæft mat á tekjurnar.
Niðurstaða verkefnisins er sú að ekki er arðbært að ráðast í fiskvegsframkvæmdir að svo stöddu. Næmnigreining leiddi í ljós að byggingarkostnaður fiskvegar er of hár miðað við tekjurnar sem áin gæti skilað en næst áhrifamestu breyturnar eru verð veiðileyfa og nýting stangardaga. Núllpunktsgreining leiddi í ljós að verkefnið gæti orðið arðbært ef hægt væri að lækka byggingarkostnað um 57%.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
24.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Arðsemismat á gerð... .pdf228KBOpinn Arðsemismat á gerð fiskvegar í bleikjuveiðiá í Eyjafirði - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Arðsemismat á gerð... .pdf314KBLokaður Arðsemismat á gerð fiskvegar í bleikjuveiðiá í Eyjafirði - fylgiskjöl PDF  
Arðsemismat á gerð... .pdf1,31MBLokaður ðsemismat á gerð fiskvegar í bleikjuveiðiá í Eyjafirði - heild PDF  
Arðsemismat á gerð... .pdf23,7KBLokaður Arðsemismat á gerð fiskvegar í bleikjuveiðiá í Eyjafirði - heimildaskrá PDF