is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5778

Titill: 
  • Orkunotkun heimila á Íslandi og mögulegur sparnaður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um orkunotkun heimila á Íslandi og möguleika á sparnaði. Rannsókn var gerð á orkunotkun á einu heimili á Akureyri. Spurningalisti var lagður fyrir fjölskylduna um hvernig notkun þeirra væri á rafmagni, hitaveituvatni og bifreið þeirra. Rafmagns- og hitaveitureikningar voru fengnir hjá Norðurorku.
    Markmið verkefnisins var að koma með hugmyndir að litlum breytingum á notkun sem ekki hefðu mikil áhrif á lífsgæði fjölskyldunnar. Áhrif á kostnað og orkunotkun heimilisins voru reiknuð við þessar breytingar. Sparnaðurinn var einnig reiknaður fyrir meðalnotkun á landinu.
    Niðurstaða verkefnisins var sú að litlar breytingar á rafmagns- og hitaveitunotkun hefðu lítil áhrif á útgjöld fjölskyldunnar eða orkunotkun. En ef gerðar yrðu breytingar á öllum heimilum landsins gæti þetta verið talsverð upphæð sem sparast og einnig orka. Fjölskyldan getur hins vegar minnkað kostnað og orkunotkun við eldsneyti um helming við það að skipta bifreið sinni, sem er mjög eyðslufrek, út með sparneytnum bíl af sömu stærð. Einnig myndi koltvíoxíðlosun minnka talsvert við skiptin. Ef allir Íslendingar myndu kaupa sparneytnari bíla væri hægt að spara mikið eldsneyti, kostnaður lækkar og ekki þyrfti að flytja inn eins mikið af olíu.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Ragnheiður Ásbjarnardóttir.pdf2.12 MBOpinnOrkunotkun heimila á Íslandi og mögulegur sparnaðurPDFSkoða/Opna