is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5798

Titill: 
  • Ofbeldi gegn öldruðum: eru íslensk stjórnvöld á réttri leið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur heimildarsamantektarinnar var að kanna hvort aldraðir væru beittir ofbeldi, umfang þess og tegundir ofbeldis. Erfitt reyndist að bera niðurstöður þessara rannsókna saman þar sem mælitæki sem rannsakendur notuðu voru mjög fjölbreytileg og niðurstöður því breytilegar. Öldruðum fer ört fjölgandi á heimsvísu, brýnt er að finna leið til að stemma stigu við hugsanlegu ofbeldi gegn þeim. Leitað var eftir niðurstöðum sem sýndu umfang þessa vandamáls, auk þess var reynt að finna ástæður fyrir þessu grófa mannréttindabroti. Niðurstöður heimildasamantektarinnar sýndu að ofbeldi gegn öldruðum var flokkað niður í fimm flokka, andlegt, líkamleg, fjárhagslegt og kynferðislegt ofbeldi auk vanrækslu. Aldraðir voru beittir ofbeldi hvort heldur var inni á stofnunum eða á heimilum sínum. Heilabilaðir einstaklingar með hegðunarraskanir voru í mesta áhættuhópnum þar á eftir komu þeir sem voru eldri en 75 ára við lélega andlega og líkamlega heilsu. Gerendur ofbeldisins voru í flestum tilvikum makar og uppkomin börn hins aldraða, sem sáu um umönnun hans. Fjallað var um áhættuþætti í fari gerenda og þolenda ofbeldis. Einangrun og þung umönnunarbyrði jók líkurnar á því að umönnunaraðilinn gripi til ofbeldis. Engar íslenskar rannsóknir fundust um ofbeldi gegn öldruðum, en ein erlend rannsókn náði til Norðurlandanna og var Ísland þar á meðal. Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýndu að sama hlutfall var á ofbeldi gegn öldruðum hér á landi eins og í nágrannalöndum okkar. Í stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum aldraðra er eitt af aðal markmiðunum að gera öldruðum kleift að búa heima eins lengi og kostur er og auka fjármagn til þessa málaflokks Ekki er vitað til þess að neinar íslenskar rannsóknir liggi að baki þessari stefnumótun stjórnvalda.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5798


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð PDF.pdf692.54 kBOpinnOfbeldi gegn öldruðum var fyrst gert obinbert árið 1960-1970 í Bretlandi og Bandaríkjunum. Síðan hafa verið gerðar margar rannsóknir á þessum málaflokki víða um heim, en engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á Íslandi. Ofbeldi gegn öldruðum er talið snerta 2-10% af öldruðum og sama hlutfall hérlendis eins og í nágrannalöndum okkar.PDFSkoða/Opna