is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5805

Titill: 
  • Fjölskyldumiðuð þjónusta á Æfingastöðinni: mat fagfólks sem þar starfar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þjónustu Æfingastöðvarinnar í Reykjavík að mati fagfólks sem þar starfar og starfsánægju þess. Jafnframt að kanna notagildi og staðfæringu íslensku þýðingarinnar á MPOC-SP sem metur fjölskyldumiðaða þjónustu. Þátttakendur voru 25 iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar sem störfuðu á Æfingastöðinni og var svarhlutfall 100%. Notuð var megindleg aðferð þar sem matstækið MPOC-SP var lagt fyrir auk viðbótarspurningalista. Lýsandi tölfræði var notuð við gagnagreiningu og tölfræðipróf til að bera saman hópa. Niðurstöður sýndu að hæstu fyrirgjöf hjá fagfólkinu fékk flokkurinn Koma fram við fólk af virðingu en einnig að almennri upplýsingagjöf var ábótavant. Sjúkraþjálfarar mátu þjónustu sína fjölskyldumiðaðri en iðjuþjálfar í öllum flokkum nema einum, Koma fram við fólk af virðingu. Fagfólk í teymi eldri barna taldi sig veita fjölskyldumiðaðri þjónustu en teymi yngri barna, þó var lítill munur á. Ákveðnir þættir komu fram hjá fagfólkinu þegar spurt var um hvað ýtti undir eða torveldaði fjölskyldumiðaða þjónustu. Almennt voru þátttakendur ánægðir með innleiðingu fjölskyldumiðaðrar þjónustu á Æfingastöðinni sem og með matstækið sjálft. Langflestir þátttakendur höfðu breytt vinnubrögðum sínum eftir innleiðinguna. Almennt voru þátttakendur ánægðir í starfi en einungis tveir voru óánægðir í starfi sínu á Æfingastöðinni. Starfshlutfall hafði ekki áhrif á ánægju í starfi. Innri áreiðanleiki íslensku þýðingar matstækisins reyndist góður og töldu þátttakendur matstækið veita gagnlegar og mikilvægar upplýsingar. Niðurstöður eru í samræmi við eldri rannsóknir. Þessi rannsókn skilar sér í umfangsmiklu og margþættu mati á þjónustu Æfingastöðvarinnar sem mun skapa grunn og vera leiðbeinandi fyrir mat á gæðum þjónustunnar í framtíðinni. Rannsóknin sýnir jafnframt fram á mikilvægi þess að fagfólk rýni í eigin viðhorf og vinnubrögð, enda er það forsenda fjölskyldumiðaðrar þjónustu.
    Lykilhugtök: fjölskyldumiðuð þjónusta, MPOC-SP, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til janúar 2011
Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimildaskrá.pdf70.5 kBOpinn"Fjölskyldumiðuð þjónusta á Æfingastöðinni: Mat fagfólks sem þar starfar,,- HeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf704.02 kBOpinn"Fjölskyldumiðuð þjónusta á Æfingastöðinni: Mat fagfólks sem þar starfar,,- fylgiskjölPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni pdf.pdf1.22 MBOpinn"Fjölskyldumiðuð þjónusta á Æfingastöðinni: Mat fagfólks sem þar starfar,,- HeildPDFSkoða/Opna
Meginmál.pdf327.89 kBOpinn"Fjölskyldumiðuð þjónusta á Æfingastöðinni: Mat fagfólks sem þar starfar,,- MeginmálPDFSkoða/Opna