is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5808

Titill: 
  • Á tímamótum: raddir framhaldsskólanema með hreyfihömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er eigindleg rannsókn á hópi nemenda með hreyfihömlun á framhaldsskólastigi og er byggt á doktorsverkefni Snæfríðar Þóru Egilson um þátttöku og virkni nemenda með hreyfihömlun í skólastarfi frá árinu 2005. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig nemendum með hreyfihömlun, sem tóku þátt í doktorsrannsókn Snæfríðar, hefur vegnað og hver staða þeirra í skólakerfinu er í dag. Rannsóknarspurningar, sem hafðar voru að leiðarljósi, voru: Hvað finnst nemendum með hreyfihömlun um framhaldsskólann sinn? Hversu aðgengilegt er húsnæði framhaldsskólans fyrir nemendur með hreyfihömlun? Hvaða væntingar og skoðanir hafa nemendurnir gagnvart framtíðinni? Töluvert er vitað um þátttöku nemenda með hreyfihömlun í grunnskólum en minna um stöðu þeirra í framhaldsskólanum. Þátttakendur voru þrír einstaklingar á aldrinum 17-18 ára sem allir nota hjólastól. Gögnum var safnað með opnum viðtölum og vettvangsathugunum í skólum þátttakenda. Greining fór annars vegar fram samhliða gagnasöfnun og hins vegar með sífelldum samanburði að lokinni gagnasöfnun. Niðurstöður leiddu í ljós fimm meginþemu: skólaumhverfið, námið, félagslegt samneyti, þjónusta og að lokum sjálfsskilning og framtíðarsýn. Einstaklingarnir þrír voru ólíkir en áttu þó ýmislegt sameiginlegt. Almennt voru þátttakendur sammála um að framhaldsskólinn kæmi betur til móts við þarfir þeirra en grunnskólinn, bæði námslega og félagslega séð, ásamt því að umhverfið væri mun aðgengilegra en í grunnskólanum. Misjafnt var hversu tilbúnir einstaklingarnir voru að horfa til framtíðar en öll stefndu að því að ljúka framhaldsskóla. Óvissa um framtíðina kom fram hjá öllum þátttakendum. Mikilvægi skjólstæðingsmiðaðrar þjónustu kemur skýrt fram í þessari rannsókn þar sem þarfir þátttakenda fyrir þjónustu eru ólíkar.
    Lykilhugtök: skólaumhverfi, hreyfihömlun, þátttaka, umhverfi, nemendur, aðgengi, aðgengilegur

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Á tímamótum Raddir framhaldsskólanema með hreyfihömlun.pdf2.06 MBLokaðurÁ tímamótum: Raddir framhaldsskólanema með hreyfihömlun - heildPDF
Heimildaskrá.pdf112.14 kBOpinnÁ tímamótum: Raddir framhaldsskólanema með hreyfihömlun - heimildaskráPDFSkoða/Opna