is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5813

Titill: 
  • „Þetta er svo miklu dýpra en bara að sitja með þeim og hanga“ : starfsfólk í félagsmiðstöðvum ÍTR
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Um er að ræða eigindlega rannsókn sem beinist að starfsfólki sem starfar í félagsmiðstöðvum sem reknar eru af Íþrótta- og tómstundasviði Reykavíkur (ÍTR). Markmiðið með rannsókninni er að fá innsýn í starf þeirra sem starfa með unglingum í félagsmiðstöðvum ÍTR, skoða og greina þá hæfni sem starfið er talið byggja á og setja fram hugmyndir um hvernig standa megi að aðlögun þeirra sem eru að hefja störf í félagsmiðstöðvum. Gagnaöflun samanstendur af tveimur þátttökuathugunum og átta viðtölum við starfsfólk í félagsmiðstöðvum ÍTR og aðra sem tengjast starfsvettvangnum.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að starfsfólkið eigi margt sameiginlegt varðandi eigin sýn á starfið og hvað það felur í sér. Unglingarnir sem unnið er með eru í aðalhlutverki hjá því starfsfólki sem rætt var við, markmið með starfinu virðast skýr auk þess sem vilji virðist vera fyrir hendi til að þróa starfið áfram. Sú hæfni sem talin er prýða góðan starfsmann í félagsmiðstöð er fjölbreytt að mati viðmælenda og byggir á samspili margra hæfniþátta sem flokkaðir eru niður í almenna, fagbundna, vinnustaðabundna og verkbundna hæfni. Síðast en ekki síst má út frá niðurstöðum rannsóknarinnar greina ýmis sóknarfæri varðandi aðlögun þeirra starfsmanna sem eru að hefja störf í félagsmiðstöðvum, til dæmis hvað varðar gerð samræmdra starfs- og hæfnilýsinga, formlegt samband nýliða og fóstra og markvisst mat nýliða á aðlögunarferlinu.
    Lykilorð: Mannauður, hæfni, aðlögun nýliða, lærdómur.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-verkefni_Hulda_Valdís_Valdimarsdóttir.pdf855.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna