ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5820

Titill

Heimildasamantekt um æðaafbrigði Ehlers-Danlos syndrome, með áherslu á fræðsluþarfir sjúklinga, heilsu og líðan

Útdráttur

Ehlers Danlos Syndrome (EDS) er samheiti á hópi arfgengra bandvefssjúkdóma. Stökkbreyting á geninu COL3A1 er valdur af æðaafbrigði EDS en æðaafbrigðið er einmitt sá flokkur sjúkdómsins sem heimildasamantekt þessi fjallar um. Próteinið sem genið COL3A1 framleiðir er notað til að setja saman stærri sameindir sem nefnast kollagen III afbrigði. Kollagen veita formgerð, stuðning, styrk og sveigjanleika í bandvefjum um allan líkamann. Hjá einstaklingum með EDS æðaafbrigðið er því mikil brenglun á kollagenframleiðslu og það veikir bandvefinn.
Alvarlegustu fylgikvillar sjúkdómsins eru rof á innri líffærum. Þetta á sér oftast stað í slagæðaveggjum en einnig er algengt að rof komi á þarma og þá einkum bugaristil. Æðaafbrigði EDS hefur mikil áhrif á líkamlega og sálfélagslega líðan sjúklinga sjúklinga. Heimildasamantekt þessi miðast við að setja fram fræðsluefni fyrir sjúklinga og hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk með það að markmiði að efla og bæta heilsu og líðan sjúklinga. Þetta verkefni er það fyrsta á þessu sviði hér á Íslandi og hefur ekkert efni verið skrifað um þennan sjúkdóm eða heilsu og líðan sjúklinga fyrr á íslensku.

Samþykkt
24.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Bæklingurfyrirheilbr.starfsf.-LOKA.pdf288KBOpinn Upplýsinga- og fræðslubæklingur fyrir heilbrigðisstarfsfólk um æðaafbrigði Ehlers-Danlos Syndrome PDF Skoða/Opna
EDS-FINAL[1].pdf519KBOpinn Heimildasamantekt um æðaafbrigði Ehlers-Danlos syndrome PDF Skoða/Opna
Neyðarkort - ENDAN... ..doc29,7KBOpinn Plastkort í greiðslukortastærð með upplýsingum um æðatýpu Ehlers-Danlos Syndrome og tilvísunum fyrir heilbrigðisstarfsfólk í upplýsingar um æskileg viðbrögð við bráðatilvikum. Neyðarkort þetta er æskilegt að einstaklingar með sjúkdóminn beri alltaf á sér. Microsoft Word Skoða/Opna
Sjúklingabæklingur.pub79,3KBOpinn Upplýsinga- og fræðslubæklingur um æðatýpu Ehlers-Danlos Syndrome Unknown Skoða/Opna