is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5822

Titill: 
  • Það er bara geðið og ekkert annað en geðið: hlutverk hjúkrunarfræðinga á legudeildum geðsviðs Landspítala
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hlutverk hjúkrunarfræðinga á legudeildum geðsviðs Landspítala. Rannsakendur leituðust við að sjá hversu mikilvægt og fjölþætt starf hjúkrunarfræðinga er innan geðheilbrigðisþjónustunnar. Einnig var skoðað hvað meðrannsakendur upplifðu sem tækifæri, hindranir og ógnanir.
    Rannsóknin var unnin eftir eigindlegri aðferðarfræði, þar sem tekin voru viðtöl við 12 starfandi hjúkrunarfræðinga á geðsviði Landspítala. Meðrannsakendur voru valdir með þægindaúrtaki í samstarfi við deildarstjóra á geðsviði Landspítala.
    Helstu niðurstöður voru þær að meðrannsakendur höfðu mikla heildræna sýn í starfi og náði þessi sýn yfir þjónustuþega, fjölskyldur þeirra og samstarfsaðila. Meðrannsakendur lögðu áherslu á að veita traust og sýna samhygð og virðingu þegar þróa átti meðferðarsamband. Í ljós kom að fjölskylduhjúkrun var mikill lykilþáttur í þeirri hjúkrun sem meðrannsakendur stunduðu. Meðrannsakendur upplifðu mikið sjálfstæði sem og hvatningu til menntunar og starfsþróunar. Starfsánægja var mikil meðal meðrannsakenda og voru megin ástæður hennar það sjálfstæði sem þeir upplifðu og þau tækifæri sem gáfust til að vaxa faglega í starfi.
    Ályktanir rannsakenda eru þær að hlutverk hjúkrunarfræðinga á geðsviði Landspítala sé þýðingamikið og fjölþætt og einnig er greinilegt að þeir leggja áherslu á sjálfstæða fagmennskuþróun. Meðrannsakendur áttu það sameiginlegt að vera ánægðir í starfi og höfðu mikinn metnað hvað varðar aukna starfsþróun og menntun. Í þverfaglegu samstarfi var fagleg rödd meðrannsakenda virt og voru þeir virkir þátttakendur í samstarfi við aðrar fagstéttir.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er bara geðið og ekkert annað en geðið.pdf1.83 MBOpinnÞað er bara geðið og ekkert annað en geðið - heildPDFSkoða/Opna