ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5828

Titill

„Betra er heilt en vel gróið“ : rödd kennarans, raddvernd og raddþjálfun

Útdráttur

Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2010. Tilgangur þess er að skoða röddina sem atvinnutæki kennarans og vekja kennara og kennaranema til umhugsunar um röddina sem slíkt tæki.
Markmið mitt var:
• Að afla upplýsinga um myndun raddar, beitingu hennar og hugsanleg raddvandamál í tengslum við kennarastarf.
• Að ræða við kennara sem hafa átt við raddvandamál að stríða til þess að fá dýpri sýn á vandamál sem tengjast raddheilsu.
Í könnun minni lagði ég megin áherslu á eftirfarandi:
1. Gera kennarar sér grein fyrir þeim raddvandamálum sem upp geta komið í starfi þeirra?
2. Huga kennarar sem eiga við raddvandamál að stríða að raddheilsu sinni?
Í fyrsta hluta verkefnisins er farið stuttlega yfir það hvernig maðurinn hefur þróast frá prímötum til nútímamannsins þar sem lokaskrefið í þróun hans var tungumálið. Einnig er umfjöllun um talfærin þ.e. þau líffæri sem líkaminn þarf að nota til að mynda hljóð. Þá er fjallað um raddmyndun sem er samspil vöðva og taugahreyfinga.
Kennarinn og röddin eru viðfangsefni annars hluta verkefnisins. Kennarastéttin tilheyrir þeim starfsstéttum sem eiga nánast allt undir röddinni og því afar mikilvægt að þeir hugi vel að raddheilsu sinni. Vitnað er í nokkrar rannsóknir tengdar kennurum og raddheilsu þeirra. Síðan eru raddvandamál og lausnir, raddvernd og raddþjálfun tekin fyrir og að lokum er fjallað um raddæfingar sem kennarar í starfi geta gert til þess að vernda og æfa röddina.
Í síðasta hluta verkefnisins er gerð grein fyrir könnun þar sem tekin voru viðtöl við þrjá kennara með raddvandmál. Helstu niðurstöður eru þær að áður en kennararnir greindust með raddvandamál gerðu þeir sér ekki grein fyrir því að röddin væri eitthvað til að hafa áhyggjur af. En þeir mátu það svo að einfaldar æfingar fyrir talfærin og röddina gerðu gæfumuninn fyrir kennara með raddvandmál. Kennarar með raddvandmál virðast sífellt þurfa að gæta að raddvernd, svo vel gangi.

Samþykkt
24.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Betra heilt en vel... .......pdf539KBOpinn „Betra er heilt en vel gróið“ - heild PDF Skoða/Opna