is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/584

Titill: 
  • Þulur í gullastokkinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þulur en þær eru gamall angi kveðskapar sem fylgt hefur íslensku þjóðinni frá fornu fari. Byrjað er á því að líta á sögu þulna en á síðmiðöldum höfðuðu þær meira til fullorðinna en barna. Þær voru á vörum alþýðunnar öldum saman þrátt fyrir að aðrar gerðir kveðskapar hafi rutt sér til rúms. Helstu einkenni þulna eru langar orðarunur, nafnaupptalningar og sterkt endarím. Þær hafa breyst í meðförum fólks og þess vegna eru í mörgum tilfellum til fleiri en ein útgáfa af sömu þulunni. Með tímanum þróuðust þulurnar og margar þeirra urðu að barnaþulum. Barnaþulurnar voru kveðnar fyrir börn ýmist til að róa þau eða svæfa en líka til að skemmta þeim en það fór allt eftir því á hvaða hátt flytjandinn flutti þær. Þulurnar voru afþreying síns tíma og gáfu ímyndunaraflinu lausan tauminn því að í þeim gat margt gerst sem raunveruleikinn hafði ekki upp á að bjóða. Þulur síðustu aldar endurspegla sveitamenninguna sem þá var og hét, þar sem náttúran og dýrin urðu fólki að yrkisefni.
    Þulur voru kveðnar fyrir börn í margar aldir og er þess vegna full ástæða til að gera meira af því að fara með þulur fyrir börn á leikskólaaldri. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir því hvernig þulurnar tengjast námssviðum leikskóla sem Aðalnámskrá setur upp, svo sem málrækt, tónlist og menningu.
    Notkun þulna er talin hafa haldist að einhverju leyti í hendur við fólksfjölda og verið í meiri notkun á velmegunartímabilum í lífi þjóðarinnar. Áhrif fjölmiðla eru m.a. talin ástæða þess að þulurnar eyddust smám saman út á 20. öldinni en nú virðist sem áhugi á ýmiss konar þjóðfræðaefni og alþýðukveðskap sé að aukast. Ötulir safnarar hafa í gegnum aldirnar tekið ýmsan alþýðukveðskap og þulur til varðveislu. Sumar þulnanna hafa verið gefnar út á prenti en langflestar eru varðveittar á segulböndum. Þannig hefur miklu verðmætu efni verið bjargað frá glötun sem gerir það að verkum að við getum notið þulna um ókomna tíð. Er það von mín að ritgerð þessi verði örlítið framlag í sömu átt með því að tengja þulur við starfsemi leikskóla.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thulur.pdf343.72 kBOpinnÞulur - heildPDFSkoða/Opna