is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5864

Titill: 
  • Horft til sólar : úttekt á ráðum atvinnulausra á Norðulandi eystra við streitu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókninni er beint að hóp atvinnulausra á Norðurlandi eystra með því markmiði að fá innsýn inn í hvaða bjargráð sá hópur er að nota við streitu. Markmiðinu er náð með því að skoða megin bjargráð hópsins, kynjaskiptingu bjargráða, áhrif líðanar á val bjargráða og að síðustu hvaða leiðir telja atvinnulausir sjálfir að hafi reynst sér vel. Verkfærin sem notuð eru til að meta bjargráðin eru COPE matslisti á bjargráðum, PANAS matslisti á líðan og opin spurning þar sem fólk án vinnu tjáir sig um sína eigin reynslu á bjargráðum. Í rannsókninni tóku þátt 192. Niðurstöðurnar fólu í sér að megin bjargráð sem þátttakendur notuðu voru fólgin í jákvæðu endurmati á aðstæðum og virkni. Það eru þau bjargráð sem í öðrum rannsóknum hafa reynst atvinnulausum vel. Næst í röðinni í vali á bjargráðum voru skipulagning og sætti. Þrátt fyrir að kynin völdu sömu fjögur bjargráð sem sitt fyrsta val, þá var greinilegur munur á að konur notuðu meir bjargráð en karlar. Einnig að forgangsröðunin á mikilvægi bjargráða hjá kynjum var ekki sú sama. Munur greindist á vali á bjargráðum samkvæmt líðan. Þeir sem höfðu jákvæða líðan mátu jákvætt endurmat sem sitt fyrsta val en þeir sem höfðu neikvæða líðan völdu skipulagningu. Í opnu spurningunni komu fram gagnlegar niðurstöður um stök ráð og einnig heildstæðar lausnir sem hafa reynst atvinnulausum vel. Þau ráð sem voru ekki á COPE matslistanum sem mat bjargráð, fjölluðu meðal annars um gildi hreyfingar og útiveru, reglulegs svefns og jákvæðrar hugsunar. Heildstæðu ráðin fjölluðu meðal annars um hve mikilvægt væri að blanda saman líkamsrækt, reglulegum svefni, félagskap og því að hafa eitthvað fyrir stafni. Ein af niðurstöðunum er sú að jákvæð hugsun og jákvæð endurskipulagning er þau bjargráð sem skipti þátttakendur miklu máli en sú umfjöllum kom fram í niðurstöðum á öllum prófþáttum.

Athugasemdir: 
  • Verkefni lokað til júlí 2011
Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Horft til sólar.pdf702.07 kBOpinnHorft til sólar: Úttekt á ráðum atvinnulausra á Norðurlandi eystra við streituPDFSkoða/Opna