is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5883

Titill: 
  • Bókvitið verður í askana látið...en ekki verknámið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umræða um stöðu list- og verkgreina hefur farið fram á Íslandi um alllangt skeið. Hún hefur einkennst af því hvernig auka megi vægi þeirra innan skólakerfisins. Fram kemur í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 að ráðherra lætur grunnskólum í té aðalnámskrá og í 24. gr. er lögð áhersla á jafnvægi milli bók- og verklegs náms.
    Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á tengslum bók-, list- og verknáms á unglingastigi grunnskóla með því að kanna viðhorf viðmælenda sem hafa faglega þekkingu, reynslu og skoðanir á þessu sviði. Eftirfarandi spurning liggur til grundvallar; Hvaða möguleikar eru á að viðhafa val á milli bók-, list- og verknáms á unglingastigi?
    Rannsóknin er eigindleg, byggð á viðtölum við níu þátttakendur af höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og nágrenni. Um er að ræða sex karla og þrjár konur, sem öll eiga það sameiginlegt að hafa faglega þekkingu á íslensku skólakerfi.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að viðmælendur mínir telja möguleika á að bjóða upp á val á milli bók-, list- og verknáms á unglingastigi grunnskóla án þess að breyta núgildandi grunnskólalögum og að samningsskólar (charter school) henti vel til þess. Að vísu var misjafnt hversu vel viðmælendur þekktu til samningsskóla en flestir vildu líkja þeim við opinberu skólana. Einnig veltu þátttakendur fyrir sér þeirri ríkjandi hefð að velja bóknámsskóla að loknum grunnskóla. Viðmælendur veltu fyrir sér einstaklingsmiðuðu námi og orðunum við hæfi og er túlkun þeirra og samfélagsins á þessum hugtökum ekki alltaf sú sama. Flestir þátttakendur voru sammála um að ný grunnskólalög byðu upp á mun meiri sveigjanleika en þau eldri og töldu breytinga að vænta í íslensku skólakerfi. Samkvæmt viðmælendum hefur ekki verið mikil gróska í sjálfstætt reknum grunnskólum á Íslandi, hver ástæðan er kom hins vegar ekki skýrt fram. En hefðin í samfélaginu hefur verið sú að börn fari í sína hverfisskóla og hafa foreldrar því ekki haft mikið frelsi til að velja á milli grunnskóla fyrir þau.
    Viðmælendur segja að halda þurfi áfram að gera tilraunir til að auka vægi list- og verknáms í grunnskólum til þess að unnt verði að framfylgja 24. grein laga sem kveður á um jafnvægi á milli bók- og verklegs náms eins og áður segir (Lög um grunnskóla nr. 91/2008).

Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mastersritgerd_Betty-Lok.pdf877.46 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna