is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5888

Titill: 
  • Árangursríkt lestrarnám barna með dyslexíu
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um lestrarerfiðleika sem börn takast á við og hvernig til tekst þegar þau á unga aldri eru sett á lestrarnámskeiðið „Fyrstu skrefin“ / FS (e. Early steps) og þeim kennt daglega í samræmi við niðurstöður lesgreiningar.
    Rannsóknin byggðist á þrem tilgátum:
    1. Að 40 kennslustunda einstaklingskennsla í lestri nægi til að koma í veg fyrir lestrarerfiðleika ef markviss kennsla hefst nógu snemma.
    2. Að íhlutun byggð á greiningum við upphaf skólagöngu barna með lestrarerfiðleika sé forsenda framfara og vellíðunar í skóla.
    3. Að hægt sé að fella inn í FS-námskeiðið þætti sem útaf standa samkvæmt lesgreiningu, svo sem hljóðminni, skammtímaminni eða nefnuhraða og þjálfa þá með öðru innan ramma FS-námskeiðsins.
    Þátttakendur í tilraunaverkefni mínu voru þrjú börn úr 2. bekk grunnskóla. Á námskeiðinu var hver kennslustund fjórskipt og áhersla lögð á lestur, endurlestur, orðavinnu, æfingar í hljóðkerfisvitund, stafsetningu og ritun.
    Rannsóknarspurningin er: Hvaða árangri má ná með lestrarkennsluaðferðinni Fyrstu skrefin með þrem sjö ára börnum sem eiga í lestrarerfiðleikum, sé þeim kennt í 40 kennslustundir?
    Kennslan bar árangur. Börnin lærðu að þekkja bókstafi og hljóð þeirra svo til alveg. Þau lærðu að hljóða sig gegnum orð og tóku miklum framförum í sjónrænum lestri. Barnið sem bætti sig mest í hljóðkerfisvitund bætti sig jafnframt mest hlutfallslega í lestrarhraða og við að stafsetja orð. Uppbygging sjónræns orðaforða skiptist í 4 stig samkvæmt Ehri (2002). Í upphafi voru börnin á 1.− 2. stigi en voru komin á 3. – 4. stig eftir námskeiðið. Við stöðugleikapróf, 3½ mánuði eftir námskeiðslok, kom í ljós að barnið sem var með slökustu hljóðkerfisvitundina í upphafi en tók vel við sér, var enn að taka miklum framförum í leshraða. Leshraða hinna hafði ekki fleygt eins vel fram eftir námskeiðið eins og meðan á námskeiðinu stóð. Eftir námskeiðið áttu börnin erfiðast með tilfærslu hljóða, en sá þáttur hljóðkerfisvitundar þróast síðast hjá börnum. Jafnframt stóðu eftir vægir erfiðleikar í hljóðminni hjá einu barni og nefnuhraða hjá öðru.
    Álykta má að þetta 40 kennslustunda námskeið hafi verið góð byrjun en ekki nógu langt til að koma því til leiðar að þau gætu sjálf haldið áfram að efla lestrargetu sína. Sjálfsnám er ekki um að ræða hjá börnum á þessum aldri svo að þau þurfa áframhaldandi og viðeigandi aðstoð á sömu braut. Sjálfstraust og ánægja nemenda var áberandi eftir því sem leið á námskeiðið.

Samþykkt: 
  • 25.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐIN ÖLL,02.06.10.pdf3.94 MBOpinnHeildartexti - Árangursríkt lestrarnám barna með dyslexiuPDFSkoða/Opna