ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5909

Titill

Rýnt í störfin : mikilvægi samvinnu kennara og gagnrýnna skoðana þeirra

Útdráttur

Markmið þessa verkefnis er að greina og meta ávinning starfendarannsóknarinnar „Rýnt í störfin“ í ljósi starfsþróunar kennara.
Fylgst er með starfendarannsókn sem ég hef unnið í samstarfi við tvo grunnskólakennara sem eru að ígrunda starf sitt. Rannsóknin byggist fyrst og fremst á mati þátttakenda á eigin kennslu og hvors annars og það síðan borið saman við mat á skólastarfi almennt. Megináhersla fræðilega bakgrunnsins er því starfsþróun, en einnig fjalla ég um skólaþróun og mat á skólastarfi.
Samstarf sem þetta hvetur til faglegra vinnubragða, sjálfsgagnrýni og umræðu um góða kennsluhætti (e. best practices) og eflir einstaklinginn í sínu starfi. Fyrir skólann er starfendarannsókn sem þessi viðurkenning á því að þar fari fram metnaðarfullt umbótastarf og að skólinn sé meðvitað að leita meiri þekkingar til þess að auka gæði námsins.
Ég kynni tvær þekktar leiðir í samvinnu kennara. Önnur leiðin kemur frá Skotlandi, Kennsluvaktin (e. Learning Rounds), en hin frá Bandaríkjunum, Fagleg leiðsögn (e. Clinical Supervision) en við undirbúning rannsóknarinnar var leitað fanga í báðar þessar leiðir.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru að stórum hluta byggðar á viðtölum mínum við þátttakendur í rannsókninni, dagbókum og vettvangsnótum. Þær sýna að notkun aðferðarinnar „Rýnt í störfin“ eflir starfsfólk skólans faglega og stofnunina sem heild og ýtir þannig undir að nemendur fái bestu kennslu sem hægt er að fá.
Lykilorð: Sjálfsrýni, kennsluvakt, fagleg leiðsögn.

Samþykkt
29.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MeistaraverkefniMV... .pdf533KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna