is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5911

Titill: 
  • Móðurmálið íslenska í erlendu málumhverfi : rannsókn á íslensku máluppeldi hjá tvítyngdum fjölskyldum í Hollandi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um eigindlega viðtalsrannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvort og þá hvernig staðið er að íslensku máluppeldi hjá tvítyngdum fjölskyldum í erlendu málumhverfi og hvaða þættir skipta mestu máli og helst geta stuðlað að varðveislu íslensks máls á erlendri grund. Þátttakendur í rannsókninni voru fjórar íslenskar konur, hollenskir eiginmenn þeirra og börn þeirra, öll búsett í Hollandi. Í rannsókninni segja íslensku mæðurnar, sem fæddar eru á árunum 1955 til 1971, frá reynslu sinni af því að halda íslensku máli að börnum sínum í málumhverfi þar sem það er í minnihluta. Þær hafa dvalið mislengi í Hollandi, sú elsta í 33 ár og sú yngsta í níu ár.
    Gagnaöflun fór fram veturinn 2009–2010 og samtals voru viðtölin tíu, átta við íslensku mæðurnar og eiginmenn þeirra. Einnig voru tekin viðtöl við þau tvö börn sem höfðu náð 16 ára aldri.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós hvernig gangi að halda íslensku að hollensk-íslenskum börnum við aðstæður þar sem hollenska er töluð í miklum meirihluta í umhverfi þeirra. Einnig kemur í ljós hvaða þættir eru mikilvægir til þess að hollensk-íslensk börn hafi möguleika á að geta haft bæði hollensku og íslensku á valdi sínu. Það er nokkrir þættir sem stuðla að árangri í íslensku máluppeldi í Hollandi. Fyrst ber að nefna sterk tengsl mæðranna við móðurmál sitt og jákvætt viðhorf þeirra til íslensks máluppeldis. Þessi sterku tengsl stafa meðal annars af því að móðurmálið íslenska er hluti af sjálfsmynd mæðranna og er beintengt við íslenskar rætur þeirra. Íslenska tungan er það sem gerir þær að Íslendingum. Það er þáttur sem liggur til grundvallar því að varðveisla íslensks máls er til staðar í Hollandi. Næst ber að nefna langar dvalir barnanna á Íslandi. Sá tími sem hollensk-íslensku börnin eyða á Íslandi er órjúfanlegur hluti af því að hægt sé að stuðla að varðveislu íslensks máls í Hollandi. Samstaða hjónanna í máluppeldi barnanna er einnig mikilvægur þáttur sem og áhugi barnanna sjálfra á að hafa tvö tungumál á valdi sínu. Þeir þættir sem höfðu einnig áhrif á árangur í íslenska máluppeldinu voru móðurmálsnotkun mæðranna, samgangur við aðra Íslendinga í Hollandi, lestur íslenskra bóka og stuðningur ættingja eða stórfjölskyldunnar á Íslandi. Rannsóknin leiddi í ljós að til þess að börnin hafi bæði íslensku og hollensku á valdi sínu þarf samvinnu mæðra, feðra, barna og stórfjölskyldunnar á Íslandi. Með því að leggja góðan grunn að íslensku máli hjá tvítyngdum börnum með reglulegri notkun þess, fylgja því eftir með reglulegum ferðum til Íslands og samverustundum við Íslendingasamfélagið í Hollandi má stuðla að varðveislu íslensks máls í Hollandi.
    Lykilorð: Varðveisla móðurmáls, erlent málumhverfi.

Samþykkt: 
  • 29.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_til_prentunarEHL.pdf365.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
EsterHelga.pdf154.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF