is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5995

Titill: 
  • Mikilvægi ímyndar listamanns og kauphegðun á málverkum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi ritgerð verður einblítt á ímynd listamanna. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða mikilvægi ímyndar fyrir listamenn og kauphegðun á málverkum á íslenskum markaði. Leitast var við að svara rannsóknarspurningum þessarar ritgerðar sem eru annars vegar: „Er ímynd listmálara mikilvæg þegar kemur að sölu á málverkum?“ og hins vegar: „Hvar kaupa Íslendingar málverk og af hvaða tilefni?“ Til að varpa ljósi á ritgerðaspurningar verður fjallað um málverkamarkaðinn í heild sinni og ýmis málefni tengd þessu efni. Tekin voru fjögur óformleg viðtöl við reynda aðila á listamarkaðnum. Lagður var spurningalisti fyrir 305 þátttakendur sem lögðu mat sitt á málefni rannsóknar. Helstu niðurstöður voru að málverkamarkaður er frekar lagskiptur og fer mikilvægi ímyndar málara eftir staðsetningu hans á markaðnum. Ímynd málara sem vinna einna helst á svokölluðum gjafamarkaði er ekki jafn mikilvæg og þeirra málara sem eru með verkin sín á svokölluðum gæðamarkaði, þar sem verkin eru frekar dýr og hafa hlotnast ákveðna viðurkenningu. Flestir kaupa málverk sín beint af listamanni og flestum þykir málverk minna virði ef gerð eru fleiri en eitt eintak af því.

Samþykkt: 
  • 14.7.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi ímyndar listamanns og kauphegðun á málverkum.pdf883.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna