ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/601

Titill

Skólar á grænni grein : umhverfismennt í skólum

Útdráttur

Í þessari ritgerð, sem lögð er fram til lokaverkefnis til B.Ed.-prófs í kennaradeild, er
fjallað um umhverfisvakningu í heiminum, umhverfismennt í skólum og verkefnið
Skólar á grænni grein. Ásamt umfjölluninni var gerð rannsókn sem tók til fjögurra
skóla á Norðurlandi. Þeir taka allir þátt í verkefninu Skólar á grænni grein en tveir
þeirra hafa þegar fengið viðurkenninguna Grænfánann.
Komið er inn á helstu atriði varðandi umhverfisvakninguna í sögulegu tilliti,
bæði í heiminum almennt og á Íslandi. Hugtakið umhverfismennt er einnig krufið í
ritgerðinni og kannað hvernig það kemur fram í aðalnámskrám og skólastarfi. Þá er
rætt um hvað skólar þurfi að gera til að vera með í verkefninu Skólar á grænni grein
og hver umbunin sé. Í rannsókninni voru tekin viðtöl og skólarnir skoðaðir. Með
viðtölunum var ætlunin að varpa ljósi á hvernig ferlið gekk fyrir sig í skólunum og
hvort eitthvað hafi gengið sérlega vel eða illa hjá þeim.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru ekki eins afgerandi og gert var ráð fyrir. Fá
atriði voru sammerkt hjá öllum skólunum hvort sem um var að ræða atriði sem gengu
vel eða illa. Viðmælendur voru almennt jákvæðir í garð verkefnisins og virtust vera
fáir vankantar á því. Helstu sameiginlegu þættirnir við framkvæmd verkefnisins í
skólunum var að erfiðlega gekk að virkja unglingana. Það má því draga þá ályktun að
umhverfismennt í skólum þurfi að byrja meðan nemendur eru enn á yngsta stigi eða
miðstigi þar sem lengi býr að fyrstu gerð.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
efnisyfirlit.pdf50KBOpinn Skólar á grænni grein - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
heimildaskra.pdf100KBOpinn Skólar á grænni grein - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
lokaritgerd_bokasafn.pdf539KBLokaður Skólar á grænni grein - heild PDF  
utdrattur.pdf62,2KBOpinn Skólar á grænni grein - útdráttur PDF Skoða/Opna