ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6023

Titill

Endurupptaka bótaákvörðunar vegna varanlegs líkamstjóns

Skilað
Júní 2010
Útdráttur

Með 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 voru settar reglur um endurupptöku bótaákvarðana vegna varanlegs líkamstjóns, en ákvæðið var tekið beint upp úr dönsku skaðabótalögunum. Þar er að
finna þau efnislegu skilyrði sem uppfylla þarf til þess að endurupptaka verði heimiluð. Þau skilyrði eru tvíþætt. Annars vegar þurfa að hafa orðið ófyrirsjáanlegar breytingar á heilsu tjónþola frá tjónsuppgjörinu og hins vegar þurfa þær breytingar að vera þess eðlis að ætla megi að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en talið var við uppgjörið. Dómstólar hafa skýrt
skilyrðið um verulega hækkun á þann hátt að aðeins skuli líta til þess hversu mikil hækkunin er í stigum talið, en hafa talið að ekki skuli líta til hlutfallslegrar hækkunar við matið. Íslenskir
dómstólar hafa hingað til talið að fimm stiga hækkun á miskastigi eða örorkustigi sé ekki nægjanleg svo skilyrðið um verulega hækkun teljist uppfyllt. Danskir dómstólar töldu hins vegar
að ekki þyrfti að hafa orðið jafn mikil hækkun svo hækkun teljist veruleg í skilningi ákvæðisins, fimm stiga hækkun væri nægjanleg

Samþykkt
12.8.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Endurupptaka bótaá... .pdf679KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna