is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6025

Titill: 
  • Galli í nýbyggingum : eftirlit og ábyrgð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á síðastliðnum árum var meiri uppgangur í íslensku efnahagslífi en áður þekktist. Byggingariðnaðurinn fór ekki varhluta af þeim uppgangi og var eftirspurn eftir iðnaðarmönnum mikil. Til að svara vaxandi eftirspurn spruttu upp ný verktakafyrirtæki ásamt því að þau félög sem fyrir voru í greininni uxu hratt. Mikil aukning nýbyggðra eigna leiddi til aukins álags á eftirlitsaðila og krafa um menntun verkamanna lækkaði. Samhliða miklum uppgangi í greininni heyrðust raddir þess efnis að byggingarframkvæmdum væri á einhvern hátt áfátt og margir fasteignaeigendur töldu nýbyggðar eignir sínar haldnar göllum sem rekja mætti til mistaka við byggingu þeirra.
    Fasteignasmíði er flókið og tæknilegt svið sem er í stöðugri þróun og verður sífellt flóknara. Að gerð einnar fasteignar koma margir aðilar sem sinna misjöfnum störfum og því mikilvægt að markvisst eftirlit sé við slíkar framkvæmdir. Slíkt eftirlit er m.a. í höndum hönnuða, ráðgjafa, verktaka, byggingarstjóra og verkkaupans sjálfs. Þá gegna ríki og sveitafélög mikilvægu hlutverki í opinberu eftirliti með leyfisveitingum, úttektum á framkvæmdum o.fl.
    Hæstiréttur hefur fjallað um ábyrgð vegna galla í nýbyggingum í mörgum dómum sínum og hefur gengið nokkuð langt í því að fella ábyrgð vegna þess sem miður fer við framkvæmd verks á byggingarstjóra framkvæmdanna. Bótagrundvöllur slíkrar ábyrgðar er hin almenna skaðabótaregla og byggist á því að byggingarstjóri sé framkvæmdarstjóri verksins og beri ábyrgð á því að byggt sé í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Þá hefur byggingarstjóri lögboðna starfsábyrgðartryggingu sem ýtir enn frekar undir að aðilar beini kröfum sínum að honum. Hönnuðir hafa sams konar tryggingu sem ætluð er að bæta viðskiptavini almennt fjártjón sem hann verður fyrir vegna gáleysis hönnuðar sem hefur ábyrgst teikningu sína með áritun.
    Frumvarp til laga um mannvirki var lagt fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi og er ætlað að fella skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 úr gildi. Frumvarpið felur í sér töluverða breytingu á þeim reglum sem snúa að stjórnsýslu mannvirkjagerðar ásamt eftirliti og ábyrgð vegna galla á mannvirkjum. Enn er óvíst hvort frumvarpið verði að lögum í óbreyttri mynd en í meginþáttum ætti það að gefa vísbendingu um þróun löggjafar á sviði byggingariðnaðar á komandi árum.

Samþykkt: 
  • 12.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Galli í nýbyggingum eftirlit og ábyrgð Magnús Barðdal.pdf843.97 kBLokaðurHeildartextiPDF