is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6026

Titill: 
  • Mansal skv. 227. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður fjallað um mansal skv. 1. tl. 1. mgr. 227. gr. a. almennra
    hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæðið er svohljóðandi:
    ,,Hverjum þeim sem gerist sekur um eftirtalda verknaði, einn eða fleiri, í þeim tilgangi
    að misnota mann kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri
    hans skal refsa fyrir mansal með allt að 8 ára fangelsi:
    1. Að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingi og við það er beitt eða
    hefur verið beitt ólögmætri nauðung skv. 225. gr., eða frelssviptingu skv. 226.
    gr., eða hótun skv. 233. gr. eða ólögmætum blekkingum með því að vekja,
    styrkja eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður eða með því að hagnýta
    sér bága stöðu viðkomandi.“
    Af ofangreindu er ljóst að mansal felur í sér tiltekinn verknað, aðferð og tilgang.
    Algengasta birtingarmynd mansals er kynferðislegur tilgangur þess. Mansal og
    hagnýting vændis eru því nátengd fyrirbæri. Dómaframkvæmd erlendis sýnir að mörkin
    milli þessara háttsemi geta verið óljós en verknaðaraðferð ákvæðisins virðist aðallega
    skilja þar á milli. Þróun aðgerða hjá alþjóðasamfélaginu hefur verið ör þegar kemur að
    skipulagðri brotastarfsemi og mansali. Á síðustu árum hefur vitnavernd fengið aukið
    vægi í baráttunni gegn mansali. Ástæðuna má rekja til tvíþætts tilgangs verndarinnar
    annars vegar mannúðarsjónarmiða og hins vegar rannsóknarhagsmuna. Samstarf
    fórnarlamba mansals við rannsókn og saksókn hefur mikla þýðingu fyrir lyktir mála af
    þessu tagi. Rannsóknir sýna að afleiðingar mansals á fórnalömb þess og sú staðreynd að
    mansal er oft framkvæmt af skipulögðum glæpahópum, hefur það í för með sér að
    framburður vitna er misvísandi í málum af þessu tagi. Þeirrar tilhneigingar hefur gætt í
    dómaframkvæmd að tillit er tekið til þessa. Hér á landi hafa tveir dómar gengið þar sem
    ákært var fyrir mansal. Í öðrum þeirra var ákærða sýknuð en í hinum voru fimm af sex
    ákærðu sakfelldir.

Samþykkt: 
  • 12.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lija Olsen ML ritgerð.pdf1.23 MBLokaðurHeildartextiPDF