is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6057

Titill: 
  • Valdbeitingarheimildir íslenskra tollgæsluyfirvalda : samanburður við þvingunarráðstafanir lögreglu og annarra handhafa valdbeitingarheimilda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Valdbeitingarheimildir tollyfirvalda eru í XXI. kafla tollalaga nr. 88/2005. Þær greinast í valdbeitingu, handtöku, leit, haldlagningu og innsiglun. Þá kemur fram í tollalögum að tollgæslan hafi heimildir til þess að kyrrsetja vörur. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að bera valdbeitingarheimildir tollyfirvalda við þvingunarráðstafanir lögreglu og aðra handhafa valdbeitingarheimilda sem eru fangaverðir og Landhelgisgæslan. Hvers konar heimildir þetta séu og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla við beitingu þeirra. Þar sem þessar heimildir eru ekki alveg eins hvað fjölda varðar einskorðast samanburðurinn við þær heimildir og ráðstafanir sem eru sameiginlegar heimildum tollgæslunnar. Þá eru atriði eins og menntun, samspil beitingar heimildanna við reglur stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnsýslulaga sem vernda mannréttindi skoðuð. Tilgangurinn er að kanna hvaða undirbúning og þjálfun handhafar heimildanna fá við beitingu þeirra og hvort fyrrgreindar reglur tempri þau völd sem þeim eru veitt samkvæmt lögum. Í lok ritgerðarinnar eru ákvæði norrænna tollalaga lauslega skoðuð og athugað hvort og ef svo er hvað þau eiga sameiginlegt með íslenskum tollalögum. Við vinnu ritgerðarinnar voru þau lög og reglugerðir skoðuð sem eiga við efnið, aðrar réttarheimildir, skrif fræðimanna og einnig kynntir nokkrir dómar og álit umboðsmanns Alþingis eftir því sem tilefni gafst til. Niðurstaða ritgerðarinnar er í stuttu máli sú að stigsmunur er á starfssvæði, menntun, fjölda heimilda og skilyrðum sem þarf að uppfylla til að mega beita valdbeitingarheimildum og þvingunarráðstöfunum. Ofangreind yfirvöld þurfa að virða meðalhófsregluna, lögmætisregluna og jafnræðisregluna. Þær heimildir sem þau starfa eftir verða einnig að vera í samræmi við þessar reglur og lögfestar ella eru þær ólögmætar. Valdmörk tollgæslu, lögreglu og Landhelgisgæslunnar eru skýr samkvæmt þeim lögum um þau. Þá ber tollgæslu, lögreglu og Landhelgisgæslunni að eiga samstarf. Þolendur hafa ákveðin úrræði samkvæmt stjórnsýslulögum eða lögum um meðferð einkamála fyrir dómstólum eða stjórnvöldum til að leita endurskoðunar ákvörðunar eða fá bætur vegna ólögmætis hennar. Þá má leita til umboðsmanns Alþingis sem getur komið ábendingum á framfæri við stjórnvöld um úrbætur

Samþykkt: 
  • 24.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdbeitingarheimildir íslenskra tollgæsluyfirvalda - Indriði B Ármannsson.pdf828.1 kBLokaðurHeildartextiPDF