is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6063

Titill: 
  • Íslenska sparisjóðakerfið : þróun þess og framtíð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sparisjóðir hafa gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki hér á landi en upphaflegt markmið þeirra var að stuðla að almannahag, efla byggðir og atvinnulíf, ávaxta aflögufé og standa á bak við þörf verkefni bæði í kaupstöðum og sveitum landsins. Á ndanförnum árum hafa orðið breytingar á starfsemi sjóðanna samhliða þeirri þróun og þeim breytingum sem hafa átt sér stað á jármálamörkuðum. Rannsóknin fólst í því að athuga hvort munur væri á arðsemi
    eigin fjár milli viðskiptabankastarfsemi sparisjóðanna og fjárfestingastarfsemi þeirra. Rekstrar- og efnahagsreikningum frá árinu 2000 til 2008 var endurraðað með það að markmiði, að sjá hvernig arðsemi eigin fjár skiptist á milli viðskiptabanka- og
    fjárfestingastarfsemi. Hver og einn starfandi sparisjóður var reindur með þessum hætti og auk þess voru niðurstöðurnar dregnar saman þannig að hægt væri að sjá hvernig rekstri sparisjóðanna er háttað í heild sinni. Tilgáta rannsóknarinnar er að munur sé á milli arðsemi eigin fjár viðskiptabanka- og fjárfestingastarfsemi sparisjóðanna á árunum 2000-2008. Til að kanna muninn á þessum tegundum bankastarfsemi var stuðst við rekstur og efnahag
    sparisjóðanna, kennitölur, lýsandi tölfræði og t-próf þar sem jafnframt var kannað hvort munur væri á starfseminni milli tímabilanna 2000-2003 og 2004-2008. Niðurstaðan var t(166)=1,65, p>0,10 þannig að ekki reyndist vera munur á milli arðsemi eigin fjár viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingastarfsemi sparisjóðanna á árunum 2000-2008. Þegar skoðað var hvort munur væri á milli tímabila kom í ljós að munur var á fjárfestingastarfsemi sjóðanna á árunum 2000-2003 og 2004-2008 þar sem niðurstaðan var t(94)=1,66, p≤0,10.

Samþykkt: 
  • 26.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc_Verkefni_JFG.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna