ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6069

Titill

Menning og menningararfur í Hvalfjarðarsveit

Skilað
Júní 2010
Útdráttur

Til að gera úttekt á menningu og menningararfi Hvalfjarðarsveitar voru eftirfarandi rannsóknarspurningar settar fram: Hvernig afmarkar sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar málaflokkinn menningu í stjórnsýslunni? Hvert er frumkvæði sveitarstjórnar og hvernig
styður hún við einstaklingsframtak í menningarmálum? Á hvaða hátt hefur menningarstarf þróast í Hvalfjarðarsveit síðustu 200 árin? Hvernig stendur menningarstarfsemi Hvalfjarðarsveitar í dag? Hvaða möguleika hefur Hvalfjarðarsveit til að móta menn-ingartengd störf í sveitarfélaginu? Hver er möguleg framtíðarsýn
Hvalfjarðarsveitar varðandi menningarstarfsemi? Til að svara þessum spurningum voru tekin viðtöl við sveitarstjóra, formenn nefnda og þá sem hafa með menningarmál að gera í sveitarfélaginu. Þegar saga sveitarfélagsins var skoðuð voru auk þess stutt
símaviðtöl tekin við sérfræðinga í eldri málum. Þá voru m.a. fundargerðir nefnda greindar til þess að kanna starfssvið þeirra og skýrslur skoðaðar sem fjalla um atvinnumál og menningarmál á Vesturlandi.
Afmörkun menningarmála í stjórnsýslu sveitarfélagsins er að finna á þremur stöðum; í Samþykkt um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar (2009) sem er nokkurs konar erindisbréf, Staðardagskrá 21 – Hvalfjarðarsveit (2008), sem er áætlun sveitarfélagsins til sjálfbærrar þróunar, og á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Á tuttugustu öldinni var mikil þróun í menningarmálum þegar m.a. ungmennafélög, kvenfélög og
skógræktarfélög voru stofnuð til þess að bæta samfélagið og umhverfið. Mikill menningararfur er á svæðinu og liggur meðal annars í landnámssögum og óáþreifanlegum menningararfi. Þessi arfur er ekki notaður til atvinnusköpunar svo neinu nemur í dag og gæti uppbygging menningartengdra starfa á svæðinu byggst á honum.
Menningar- og atvinnumálanefndir sveitarinnar geta í framtíðinni tekið höndum saman til uppbyggingar spennandi viðkomustaða fyrir ferðamenn, sem byggja á menningararfi svæðisins.
Menningarpíramíti Duelunds (1995) er hér notaður til afmörkunar menningarmála. Kenningar sem fjalla um ákvarðanatöku og stefnumótun er notaðar til greiningar á stjórnsýslunni. Kenning Kingdons um stefnuglugga (1984) er notuð til að greina hvað
þarf að vera til staðar þegar ný tækifæri birtast og verða að veruleika og kenning Garreaus (1991) um útjaðar þéttbýlis, til að skýra stöðu Hvalfjarðarsveitar.

Samþykkt
26.8.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
AnnaLeif_MA.pdf1,6MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna