is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6085

Titill: 
  • Viðskiptabankaþjónusta á Íslandi eftir bankahrun : greining út frá samkeppniskraftalíkani Michael E. Porters með áherslu á stefnumótun sparisjóðanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sparisjóðirnir og viðskiptabankarnir standa frammi fyrir nýjum samkeppnisaðstæðum eftir bankahrunið síðla árs 2008. Markmið með þessari ritgerð er að kortleggja viðskiptabanka-markaðinn á Íslandi eins og hann lítur út frá sjónarhóli sparisjóðanna. Rannsóknar-spurningin er: Hvernig lítur samkeppnisumhverfi fjármálafyritækja á viðskiptabankasviði út núna og hvaða atriði eða samkeppniskrafta ættu sparisjóðirnir að leggja áherslu á í stefnumótun til framtíðar?
    Fræðilega verkfærinu sem var beitt er Samkeppniskraftalíkan Michael E. Porter en það er viðurkennt verkfæri til að gera samkeppnisúttekt á ákveðinni atvinnugrein. Líkanið byggir á 5 grunnþáttum sem til staðar eru í öllum atvinnugreinum en hafa samt mismunandi vægi innan þeirra. Þessir þættir eru eftirtaldir og rannsóknin leiddi til eftirfarandi niðurstöðu:
    Innkoma nýrra aðila verður þeim sem fyrir eru ekki til trafala og krafturinn því veikur.
    Samningsstyrkur kaupenda er atriði sem þurfti að skoða náið enda eru kaupendur viðskipta-bankaþjónustu (viðskiptavinir) fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir. Niðurstöður benda til að þessi samkeppniskraftur sé meðalsterkur en kaupendur innlánaþjónustu og stórir kaupendur útlánaþjónustu hafa sterkari stöðu en aðrir.
    Samningsstyrkur birgja eða seljenda er veikur nú og hefur líklega yfirleitt verið það sam-kvæmt eðli atvinnugreinarinnar.
    Hætta á staðkvæmdarvörum er nú veikur samkeppniskraftur og líklega hefur vægi þessa þáttar minnkað töluvert við bankahrunið. Nú er orðið erfitt fyrir eigendur fjármagns, stóra sem smáa, að finna staðgönguvörur við innlán. Það eru helst bréf með ríkisábyrgð sem seljast. Útlánaþjónusta og greiðslumiðlun er þess eðlis að fátt kemur í stað hennar.
    Samkeppnisharka innan greinarinnar var sá þáttur sem mesta rannsókn fékk. Atriði eins og fjöldi og stærð keppinauta, eignarhald og þá sérstaklega innkoma ríkisins sem mikilvægs eignaraðila, lítil vöruaðgreining og fleira gáfu til kynna að þetta væri meðalharður kraftur.
    Athygli sparisjóðanna þarf að vera á atriðum sem ógna tilveru þeirra á markaðnum en þar eru einnig þættir sem þeir teljast hafa yfirburði yfir stóru viðskiptabankana. Þeir eru stað-bundnir og eiga að vera það áfram. Þeir veita bestu og persónulegustu þjónustuna og hafa mun frekar en bankarnir haldið trausti viðskiptavina. Þeirra veikleikar eru í lítilli stærðar-hagkvæmni og þeir eru ekki leiðandi í nýjungum og fjölbreyttu þjónustuframboði

Samþykkt: 
  • 27.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6085


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðskiptabankaþjónusta á Íslandi eftir bankahrun.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna