is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6086

Titill: 
  • Málskotsréttur Samkeppniseftirlits til dómstóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkeppniseftirlitið á Íslandi fer með eftirlitshlutverk og starfar eftir lögum nr. 44/2005 en hvergi í lögunum er að finna ákvæði er heimilar Samkeppniseftirlitinu að sækja mál fyrir dómstólum. Þótti höfundi því áhugavert að kanna hvað lægi þar að baki og kanna hvort aðrar stofnanir innan stjórnsýslunnar hefðu sambærilegar málskotsheimildir. Við vinnslu ritgerðarinnar var lagt frumvarp fyrir Alþingi um breytingar á samkeppnislögum nr. 44/2005. Tóku þær m. a. á umræddum málskotsrétti og mun höfundur leitast við að varpa ljósi á þær breytingartillögur sem lagðar voru fyrir Alþingi og hvaða þýðingu þær munu hafa fyrir Samkeppniseftirlitið nái frumvarpið samþykkt.
    Til skoðunar voru tekin ákvæði III. kafla samkeppnislaga sem taka á stjórnsýslu laganna. Einnig var reynt að skýra til hlítar hugtakið „aðili máls“ í skilningi bæði samkeppnis- og stjórnsýslulaga. Skoðuð voru fræðirit, ákvarðanir og úrskurðir sem og litið var til dóma er tóku á efni skýrslunnar.

Samþykkt: 
  • 27.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal_bergthora.pdf443.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna