is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6087

Titill: 
  • Erfðagjörningar : arfleiðsluheimild, arfleiðsluhæfi, vottun, ógilding, misneying : VI kafli erfðalaga nr. 8/1962
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar lokaritgerðar er að rannsaka hvernig staðið er að gerð erfðaskráa. Höfundur ásetti sér að rannsaka á sem fræðilegastan hátt VI. kafla erfðalaga nr. 8/1962, sem fjallar um arfleiðsluhæfi, en á þeim kafla byggist lokaverkefni þetta. Þá skoðaði höfundur sérstaklega þá dóma sem fallið hafa á sviði erfðaréttar, með sérstöku tilliti til arfleiðsluhæfi, vottunar og hugsanlega misneytingu í þeim efnum. Meginumfjöllun ritgerðar þessarar var að skoða hverjar meginreglur erfðalaga eru til andlegs heilbrigðis, fötlunar, geðsjúkdóma, ellihrörnunar og annarra andlegra hugsanlegra annmarka þeirra sem erfðaskrá gera, sem óneitanlega er þáttur til könnunar á því hvort viðkomandi er arfleiðsluhæfur. Höfundur kannaði hvernig lagaákvæðin hafa verið túlkuð á gildi erfðaskráa, þegar meta átti hæfi einstaklinga til erfðagjörninga og þá sem votta að viðkomandi sé hæfur til löggerninga sem þessa. Við rannsókn þessa var stuðst við dóma sem fallið hafa í málum þar sem erfðaskrár hafa verið vefengdar og hæfi arfleiðanda dregið í efa. Dómar þeir sem sérstaklega voru kannaðir og nýttir í lokaverkefni þessu spönnuðu 50 ára tímabil eða frá árinu 1959 – 2009. Við vinnslu ritgerðar þessarar var sérstaklega horft til þeirra dóma þar sem gildi erfðaskrár er dregið í efa, bæði eftir lát arfláta sem og þeirra mála sem fallið hafa í lifanda lífi arfláta og komist í tíma upp um hugsanlega misneytingu gjörningsins.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to investigate how wills are made. Chapter VI of the Icelandic law of succession nr. 8/1962 was explored as well as relevant legal cases dealing with the law of succession, giving special attention to testamentary capacity and undue influence. The main body of the thesis explores the provisions of the Icelandic law of succession on mental health, disability, mental illness, dementia and other possible mental defects that might afflict testators and must be investigated in order to demonstrate testator’s testamentary capacity. It is investigated whether the law of succession is followed as it applies to wills and in particular as regards testamentary capacity and witnesses which are present during the drafting of the will in order to testify of the testator’s capacity. The cases they whom especially investigated in this thesis term 50 years from the year 1959 to 2009. In this research legal cases in which wills and the testamentary capacity of testators were contested were explored. In the thesis, both cases that proceeded after the decease of the testator, and cases where proceedings started before the death of the testator, where possible undue influence was discovered before testator died, are examined.

Samþykkt: 
  • 27.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal 03_05_2010_RMS.pdf862.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna