is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6088

Titill: 
  • Hugtakið aðsetur raunverulegrar framkvæmdastjórnar við ákvörðun heimilisfestar félaga skv. 2. mgr. 2. gr. tsl. og þýðing þess í íslenskum landsrétti
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er ákvörðun heimilisfestar á grundvelli hugtaksins um aðsetur raunverulegrar framkvæmdastjórnar. Ætlunin er að athuga hver þýðing hugtaksins er við ákvörðun heimilisfestar félaga á grundvelli aðsetursreglu 2. mgr. 2. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Til að nálgast viðfangsefnið verða tvö umfjöllunarefni tekin til athugunnar. Annarsvegar verður fjallað um þýðingu hugtaksins og framkvæmd í íslenskum landsrétti. Hinsvegar verður leitast við að svara því hvort aðsetursreglan í 2. mgr. 2. gr. tsl. uppfylli skilyrði Evrópuréttar eða hvort beiting reglunnar sé einhverjum takmörkunum háð.
    Til að nálgast fyrsta viðfangsefnið verður í 2. kafla fjallað um almennar skilgreiningar er tengjast álitaefninu. Í 3. kafla verður fjallað um túlkun hugtaksins og framkvæmd samkvæmt athugasemdum með 4. gr. samningsfyrirmyndar OECD. Að því loknu verður fjallað um þýðingu samningsfyrirmyndar OECD í íslenskum landsrétti sem og áhrifum túlkunar hugtaksins og framkvæmd á íslensku aðsetursregluna í 2. mgr. 2. gr. tsl. Í 4. kafla verður nánar fjallað um hugtakið í íslenskum landsrétti. Verður þar fjallað um forsögu og þróun íslensku aðsetursreglunnar. Þá verður fjallað ítarlega um eina úrskurð yfirskattanefndar sem liggur fyrir um álitaefnið. Í kjölfarið verða svo ályktanir dregnar um túlkun hugtaksins og framkvæmd í íslenskum landsrétti. Að lokum verður fjallað um tengsl íslensku aðsetursreglunnar við CFC-reglu 57. gr. a. tsl. Í 5. kafla verður fjallað um túlkun hugtaksins um aðsetur raunverulegrar framkvæmdastjórnar í Bretlandi og Danmörku. Verður þar fjallað um helstu einkenni fordæmis- og borgararéttarins og í kjölfarið bresku regluna um miðstöð stjórnunar og stýringar og höfuðstöðvaregluna í danska landsréttinum. Að auki verður gerður samanburður á ofangreindum reglum og íslensku aðsetursreglunni.
    Til að svara seinna viðfangsefninu verður í 5. kafla ítarleg umfjöllun um áhrif Evrópuréttarins á framkvæmd íslensku aðsetursreglunnar. Verður fyrst fjallað um EES-samninginn og lagalegt gildi hans í íslenskum landsrétti. Að því loknu verður fjallað um reglur Evrópusambandsins um beina skatta. Þá verður umfjöllun um bann við mismunun og takmörkunum á staðfesturétti 31. gr. EES-samningsins. Auk þess verður fjallað um leyfilegar takmarkanir á staðfesturéttinum. Í þessu samhengi verða helstu dómar Evrópudómstólsins um álitaefnið teknir til umfjöllunar og íslenska aðsetursreglan athuguð útfrá þeirri dómaframkvæmd.
    Í 6. kafla verða niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 30.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðsetur raunverulegrar framkvæmdastjórnar.pdf685.84 kBLokaðurMeginmálPDF
Forsíða.pdf45.44 kBLokaðurTitilsíðaPDF