ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/609

Titill

Lengi má gott bæta : um áhrif andlegs ástands á hæfni leikskólakennarans

Útdráttur

Í inngangi ritgerðarinnar leggur höfundur upp með spurninguna: „Er það kannski þannig að menntun leikskólakennarans nýtist honum og börnunum ekki sem skyldi ef hann hugar ekki að sínu andlega jafnvægi og/eða stundar reglulega sjálfsskoðun?“ Hann setur síðan fram þá kenningu „að sjálfsskoðun og andlegt ástand leikskólakennara er eitt af því mikilvægasta sem þeir þurfa að huga að til þess að tryggja hæfni sína í starfi“. Í meginmálinu fjallar ritgerðin um rannsóknir sem tengjast því hvað það er sem einkennir hæfan kennara og hvað það er sem getur hugsanlega haft áhrif á hæfni hans. Einnig er fjallað um niðurstöður viðhorfskönnunar sem send var leikskólakennurum í Reykjavík og þær ræddar í tengslum við tilfinningagreind, félagslegt taumhald, tólf spora kerfið, sameiginlega velferð barna og fullorðinna, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Aðalnámskrá leikskóla og einka- og fagsjálf. Kemur í ljós að flestir þátttakenda könnunarinnar iðka reglulega sjálfsskoðun af einhverju tagi og/eða huga reglulega að sínu andlega jafnvægi til þess að verða hæfari í sínu starfi. Þeir eru líka flestir sammála því að andlegt jafnvægi skipti miklu máli í starfi með börnum. Í niðurlagi dregur höfundur saman umfjöllun ritgerðarinnar og færir með því rök til stuðnings kenningu sinni.
Lykilorð: Fagsjálf, einkasjálf.

Samþykkt
27.8.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
B.Ed.LaraLilliendahlMagnusdottir.doc256KBOpinn Heildarverk Microsoft Word Skoða/Opna