ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6093

Titill

Hafa neysluvenjur viðskiptavina Yggdrasill.ehf breyst eftir að efnahagskreppa skall á árið 2008?

Leiðbeinandi
Skilað
Júní 2010
Útdráttur

Lífrænar vörur hafa orðið vinsælar undanfarin ár vegna aukinnar vitundar neytenda á kostum hollrar fæðu og lífstíls. Yggdrasill.ehf er stærsti heild- og smásali lífrænna vara á Íslandi. Eftir efnahagskreppuna, sem skall á árið 2008, hafa neysluvenjur neytenda gjörbreyst. Efnahagsaðstæður hafa neytt neytendur til að halda aftur af neyslu sinni. Engu að síður er vitundin um kosti hollrar fæðu og lífstíls enn til staðar og því er enn eftirspurn eftir lífrænum vörum.
Skýrsluhöfundur vildi kynna sér hvort neysluvenjur neytenda lífrænna vara hefði breyst eftir efnahagshrunið og leitaði eftir samstarfi við verslun Yggdrasill.ehf og viðskiptavina þeirra. Einnig vildi skýrsluhöfundur kanna samband milli atferli neytenda, teygni og eftirspurnar og notaði fræðibækur því til stuðnings. Við vinnslu þessarar rannsóknar var gerður spurningalisti sem viðskiptavinir Yggdrasils voru beðnir um að svara.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að neysluvenjur viðskiptavina Yggdrasils á lífrænum vörum hafa breyst töluvert. Viðskiptavinir finna verulega fyrir verðhækkunum sem hafa átt sér stað í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 og myndu auka neyslu sína ef verðlag lækkaði.

Samþykkt
30.8.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Petur_Darri_Saevar... .pdf824KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna