ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6096

Titill

Samkynhneigðir í Póllandi og réttindabarátta þeirra : hefur innganga Póllands í Evrópusambandið breytt réttarstöðu samkynhneigðra þar í landi?

Skilað
Júní 2010
Útdráttur

Við austurstækkun Evrópusambandsins gekk Pólland ásamt öðrum Austur- Evrópu þjóðum í Evrópusambandið. Ein meginforsenda fyrir þessari stækkun var að Evrópusambandið vildi hamra á grunngildum sínum við öll ríki Evrópu og fá þau til þess að taka þátt í þeirri stefnu sinni að stuðla að friði, velmegun og frelsi.
Evrópusambandið taldi betra að fá Austur -Evrópulöndin inn í sambandið fremur en að hætta á að eiga einhverntíma von á innrás frá þeim.
Mikið hefur verið um það fjallað, og þeirri spurningu varpað fram, hvað einstök lönd hafa komið með sér inn í Evrópusambandið eða hvað Evrópusambandið græði á inngöngu þeirra, en jafnframt hvaða hagur er í Evrópusambandsaðild fyrir sömu lönd.
Höfundi lék forvitni á því að vita hvað hag samkynhneigðir í Póllandi hefðu haft af inngöngu landsins í Evrópusambandið. Skoðað var hvort aðild þeirra hefði gagnast samkynhneigðum Pólverjum í baráttu sinni fyrir bættum mannréttindum þar í
landi.
Í ritgerðinni er skoðuð staða samkynhneigðra í Póllandi fyrir og eftir Evrópusambandsaðild. Aðferðin sem notuð var er að bera saman kannanir sem gerðar voru um stöðu samkynhneigðra í Póllandi á árunum fyrir inngöngu, en einnig við og eftir inngöngu. Þá er Lissabonsáttmálinn skoðaður út frá stöðu samkynhneigðra í
Evrópusambandinu og innan Póllands, en jafnframt hvað samþykkt allra aðildarríkja sambandsins þýðir fyrir minnihlutahópa sem hafa verið sniðgengnir um réttindi sín til langs tíma. Niðurstaða höfundar var sú að innganga Póllands í Evrópusambandið
bætti stöðu samkynhneigðra þar í landi töluvert hvað varðar mannréttindi þeirra,og eru jákvæðar afleiðingar fyrir þennan þjóðfélagshóp farnar að sjást greinilega. Ljóst er
því að réttindabarátta í Evrópu hefur með skýrri stefnu Evrópusambandsins fengið byr undir báða vængi.

Samþykkt
30.8.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA-Ritgerð Guðrún ... .pdf473KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna