is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6108

Titill: 
  • Ísland - Asía : tækifæri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Byrjað er að fjalla um kenningar í hagfræði og alþjóðaviðskiptum út frá fræðilegu sjónarmiði. Síðan er fjallað um almenna viðskiptaþróun á Íslandi á tuttugustu öld. Þá er fjallað um hvernig framtíðarhorfur eru í fjárfestingum Asíuríkja á Íslandi, hvernig koma megi markvisst í veg fyrir mistök í umgengni við ríki sem eiga sér ólíkan bakgrunn í menningu og hvernig megi undirbúa jarðveginn fyrir stærri verkefni þar sem biðlað er til samstarfs og samvinnu Asíulanda um ný viðskiptatækifæri.
    Farið er yfir framtíðarhorfur og tækifæri í viðskiptum við lönd í Asíu, væntanlega opnun siglinga um Norður-Íshafið og hvað það muni hafa í för með sér fyrir Ísland. Farið er yfir sérstakar þarfir helstu Asíulanda varðandi þjónustu við ferðamenn. Farið er yfir möguleika á því að tekið verði upp beint flug milli Asíu og Íslands. Þá er farið yfir möguleika á auknum útflutningi til Asíulanda. Fjallað er um hvaða útflutningur er vænlegastur til hinna ýmsu landa, hvaða þjónustu og verksvit Íslendingar geta boðið og hverng þeir geti styrkt ímynd sína.

Samþykkt: 
  • 31.8.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RKB_1905872749_BS-Ritgerd_FINAL.pdf4.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna