ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6119

Titill

Hundar, kettir og önnur dýr í lífi barna

Útdráttur

Í lokaritgerðinni er greint frá niðurstöðum rannsókna á því hversu kunnug börn og unglingar voru dýrum. Þau voru beðin um að nefna dýr og spurð hvort þau þekktu algeng dýr og hvaðan þekking þeirra var komin. Rannsóknin var framkvæmd í einum skóla á höfuðborgarsvæðinu og einum á landsbyggðinni. Niðurstöður skólanna verða bornar saman í umræðukafla og ræddar í samhengi við hugtakaskilning og áhyggjur ýmissa um náttúrufælni barna og unglinga í nútímasamfélagi.
Niðurstöður sýndu m.a. að þekking nemenda er nokkuð brotakennd, og hugtakanotkun er oft á reiki. T.d. eru spendýr hin eiginlegu dýr í augum flestra nemenda og skordýr eitthvað annað. Eins og búast mátti við þá jókst þekking grunnskólabarna á dýrategundum með aldri því þau eldri gátu nefnt fleiri tegundir (marktækur munur reyndist vera á meðaltölum hópanna). Vitneskja þeirra virðist helst koma við lestur bóka, heimsóknir í dýragarða, heimilum, náttúrunni sjálfri og sjónvarpi. Fáir nemendur muna eftir því að hafa lært um dýr í skólanum og enn færri á internetinu. Niðurstöður styðja það að ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að tengsl margra barna og unglinga við náttúruna séu að rofna.

Samþykkt
3.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Rannsoknarskyrsla_... .pdf1,46MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna