is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6133

Titill: 
  • Reynsla foreldra barna yfir kjörþyngd og væntingar þeirra til skóla- og heilbrigðisþjónustu
  • Titill er á ensku Experience of parents of overweight children and what they expect from schools and health care services
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Offita barna er eitt af alvarlegustu viðfangsefnum lýðheilsu 21.aldarinnar. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að tíðni offitu meðal íslenskra barna eykst hratt og er svo komið að íslensk börn eru með þeim þyngri í Evrópu. Mikilvægt er að sporna við þessari þróun og skoða hvernig best er hægt að draga úr tíðni offitu meðal barna sem og meðhöndla þau börn sem þegar eru of feit. Foreldrar gegna lykilhlutverki í að móta heilbrigði barna sinna og heilbrigða lífsstílshegðun og mikilvægt er að skilja áhyggjuefni þeirra varðandi offitu barna og þeirra sýn á því hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á reynslu foreldra við að ala upp of feit börn. Ekki hefur verið skoðað hvaða aðstoð frá skóla- og heilbrigðisstarfsfólki hefði nýst foreldrunum til forvarnar þegar börnin voru yngri. Ennfremur hefur ekki verið skoðað hvaða aðstoð foreldrar vilja fá þegar börnin þeirra verða eldri og offitan orðin að vandamáli.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða reynslu foreldra við að ala upp of feit börn og hvers konar þjónustu foreldrar of feitra barna á Íslandi hefðu viljað fá þegar börnin voru yngri sem og hvernig þjónustu þeir vilja fá núna frá skóla- og heilbrigðiskerfinu. Þátttakendur voru 12 foreldrar 6 drengja og 4 stúlkna (2 hjón og 8 mæður), sem einnig voru of feit í 6 ára skoðun á stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðferðafræði rannsóknarinnar var túlkunarfræðileg fyrirbærafræði (hermeneutical phenomenology) í anda Max van Manen (1990). Rannsóknargagna var aflað með djúpviðtölum þar sem stuðst var við viðtalsvísi. Þar sem skilningur foreldranna getur verið mismunandi var rætt við mæður og feður í sitt hvoru lagi. Einnig fylltu foreldrarnir út spurningalista um bakgrunnsupplýsingar. Leyfi fyrir framkvæmd rannsóknarinnar var fengið frá Vísindasiðanefnd og Þróunarstofu Heilsugæslunnar, einnig var rannsóknin tilkynnt til persónuverndar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að foreldrarnir viðurkenndu almennt þyngd barnanna sem vandamál. Þeir hefðu viljað fá fyrr ábendingu um úrræði frá skólahjúkrunarfræðingi eða þegar vitað var hvert þyngdin var að stefna. Á þann hátt töldu foreldrarnir að hægt hefði verið að ýta við þeim að gera eitthvað í málinu fyrr. Flestir foreldrarnir töldu að börnin hefðu almennt byrjað að þyngjast þegar þau byrjuðu í skóla þó svo að hreyfingin væri nægjanleg. Því töldu þeir að rót vandans væri að finna í mötuneyti skólanna þar sem börnin virtust geta fengið ábót oftar en einu sinni en jafnframt töldu foreldrarnir að fæðið í skólanum væri yfirleitt ekki heilsusamlegt. Sú aðstoð sem foreldrarnir óskuðu helst eftir núna var viðtal við næringarfræðing og ætti slíkt að vera aðgengilegt á viðkomandi heilsugæslustöð. Enginn munur var á þemum sem komu fram í viðtölum mæðra og feðra.
    Af niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þá ályktun að foreldrarnir viðurkenndu almennt að þyngd barnanna væri vandamál. Flestir foreldranna voru að bíða eftir að heilbrigðisstarfsfólk skólans eða heilsugæslunnar hefði samband af fyrra bragði til að láta vita af stöðu mála sem og bjóða fram viðeigandi aðstoð fyrir fjölskylduna.

  • Útdráttur er á ensku

    Obesity in children is one of the most compelling problems of public health in the 21. century. Current research show that obesity is increasing rapidly among children in Iceland, and as of now, children in Iceland are among the heaviest in Europe. It is paramount to hamper this development and consider potential options to reduce the rate of obesity in children and to treat the ones that are already obese. Parents play a key role in affecting the health of their children and in forming a healthy lifestyle for them, and therefore it is important to understand their concerns for their obese children and how they foresee obesity may be prevented. No study has been undertaken in Iceland on the experience of parents that are raising obese children, nor what support from the schools or health professionals would have been beneficial for them in an effort to prevent the obesity when the children were young. Furthermore, no study has been done on what support parents may want when their child grows older and the obesity has become a serious problem.
    The objective of this study was to explore the experience of parents raising obese children and find out what kind of service parents of obese children in Iceland would have liked when the children were younger, and then what kind of service they would like to get today from the schools and the health services. Participants in this study were 12 parents of 6 boys and 4 girls (2 couples and 8 mothers), that were classified as obese during regular checkups in the Reykjavik area. Research methodology was hermeneutical phenomenology in the spirit of Max van Manen (1990). Data was collected by research interviews guided by a interview outline, and the parents also filled out a questionnaire for background data. Because the experience of parents can differ, fathers and mothers were interviewed separately.The Icelandic Human Subjects Committee and the Primary Health Care of the Capital Area approved this study. The Data Protection Authority was notified of the study.
    This study showed that the parents generally admitted that the weight of their children was a problem. In addition, the parents would have preferred some notification and guidance earlier on from a school nurse when it became apparent that overweight might become a problem, as that might have pushed them to react earlier to the overweight problem. Most of the parents felt that their child started to gain too much weight when it started to go to school, although they also felt their child had enough exercise at the time. Therefore the parents concluded that the source of the problem was at school´s cafeteria, because the children were able to get extra portion more than once in the cafeteria and the food was not healty enough. The assistance the parents would like the most now was consultation with a nutritionist and that it should be available at the local Primary care center. No difference in themes was observed among mothers and fathers.
    In conclusion, the research findings indicated that the parents, in general, admitted that their child‘s weight was a problem. Most of the parents were waiting for health care staff at the school or primary health care to contact them to report the situation and offer appropriate help for the family.

Styrktaraðili: 
  • B-hluti Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
  • 6.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_ 050810_lokaeint_HSFcmmnts.pdf701.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna