is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6137

Titill: 
  • Hernaðarinngrip af mannúðarástæðum og hið réttláta stríð. Má leggja hernaðarinngrip af mannúðarástæðum við mælikvarða hins réttláta stríðs?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni leita ég svara við þeirri spurningu hvort hægt sé að fella réttlætingu fyrir hernaðarinngripi af mannúðarástæðum inn í þau skilyrði sem mótuð hafa verið innan hefðarinnar um réttlátt stríð. Tel ég þetta gagnlegt í því ljósi að hernaðarinngrip af mannúðarástæðum hefur hlotið almenna viðurkenningu sem grundvöllur réttlætingar fyrir stríðsátökum. Sé mögulegt að fella hernaðarinngrip af mannúðarástæðum inn í þann ramma sem smíðaður hefur verið af helstu hugsuðum hefðarinnar um réttlátt stríð er óþarft að finna upp hjólið hvað siðfræðilega réttlætingu fyrir hernaðarinngripi af mannúðarástæðum varðar. Rannsóknarspurningin sem lagt er upp með er eftirfarandi: Er mögulegt að fella hernaðarinngrip af mannúðarástæðum inn í meginreglur hefðarinnar um réttlátt stríð?

    Til þess að svara henni geri ég fyrst grein fyrir inntaki hefðarinnar um réttlátt stríð. Því næst fjalla ég um mannhelgihugtakið fyrst út frá umræðu heimspekinnar og síðan Biblíulegum grundvelli þess. Því næst geri ég grein fyrir nokkrum skilgreiningum á því hvað teljist mannúðarástæður. Í fjórða kafla skilgreini ég hernaðarinngrip af mannúðarástæðum og geri einnig grein fyrir þeirri gagnrýni sem helst hefur komið fram á hugmyndina. Að lokum geri ég síðan grein fyrir tilraunum Wheelers og Lucasar til þess að mynda siðfræðilegan réttlætingarramma fyrir hernaðarinngrip af mannúðarástæðum.

Samþykkt: 
  • 7.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAgrjL.pdf646.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna