is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6143

Titill: 
  • Kröfur til sönnunar ummæla í meiðyrðamálum
  • Titill er á ensku Burden of proof in defamation suits
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lengi hefur verið viðurkennd sú meginregla í meiðyrðamálum að ekki verði refsað fyrir sönn ummæli (exceptio veritas). Af reglunni hefur leitt að ef ummæli hafa varðað við ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 hafa menn verið dregnir til ábyrgðar vegna þeirra nema hlutaðeigandi hafi sýnt fram á að ummælin séu sönn. Með aukinni vernd tjáningarfrelsis er hins vegar ljóst að krafan til sönnunar ummæla horfir nú við með flóknari hætti en áður. Þannig hafa ný sjónarmið rutt sér til rúms sem leiða til þess að í ákveðnum tilvikum er talið rétt að víkja frá fortakslausri kröfu um að sýna verði fram á sannleiksgildi ummæla.
    Í ritgerðinni er leitast við að greina hvaða kröfur eru gerðar til sönnunar ummæla í meiðyrðamálum. Þannig er reynt að varpa ljósi á það hvenær menn þurfa að sýna fram á að meiðandi ummæli séu sönn til þess að losna undan ábyrgð og hvenær dómstólar telja rétt að gera vægari kröfur til slíkrar sönnunar. Fjallað er um greinarmuninn á svokölluðum gildis-dómum og staðhæfingum um staðreyndir, en aðgreining þessara tveggja flokka ummæla hefur umtalsverða þýðingu í tengslum við sönnnunarkröfur í meiðyrðamálum. Í kjölfarið er vikið að hvorum flokknum fyrir sig og kappkostað að varpa ljósi á það hverjar kröfur dómstólar gera til þess að telja megi sönnun ummæla fram komna í einstökum tilvikum.
    Einnig verður sjónum beint að athyglisverðum sjónarmiðum sem veitt hefur verið brautargengi hjá mannréttindadómstóli Evrópu í tengslum við kröfur til sönnunar ummæla sem fela í sér staðhæfingar um staðreyndir. Af dómaframkvæmd dómstólsins má ráða að þrátt fyrir meginregluna um að sýna verði fram á sannleiksgildi slíkra ummæla sé í ákveðnum tilfellum rétt að gera vægari kröfur þar að lútandi. Ritgerðinni er meðal annars ætlað að greina framangreind sjónarmið og varpa ljósi á það hvenær mannréttindadómstóll Evrópu telur rétt að slakað sé á kröfum um beina sönnun staðhæfinga um staðreyndir. Þá er aðferðafræði dómstólsins borin saman við íslenska dómaframkvæmd og reynt að leggja á það mat hvort hérlendir dómstólar hafi tileinkað sér þau sjónarmið sem mannréttindadómstóllinn hefur þróað til fyllingar 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi.

Samþykkt: 
  • 7.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AÐALSKJAL.pdf878.86 kBLokaðurHeildartextiPDF