ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6144

Titill

Nánd í parsamböndum. Innri og ytri áhrifaþættir

Útdráttur

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er „nánd í parsamböndum“. Greint er frá hugtakinu nánd og farið yfir ýmsar skilgreiningar þess. Rætt er um þörfina fyrir að mynda náin tengsl í samhengi við þroska og þróun, þ.e. hverjir eru áhrifavaldar og hvaða hindranir koma fram í umhverfinu. Við fræðilega gagnaöflun og vinnslu voru áhrifaþættir í mótun og þróun nándartengsla áberandi meðal fræðimanna. Hæfileiki einstaklings til að mynda náin tengsl í parsambandi var háð aðstæðum og nánasta umhverfi hans allt frá fæðingu. Í raun myndar hann þann grunn sem er mikilvægur til að þróa með sér hæfileikann til að mynda náin tengsl síðar á ævinni. Í því samhengi er fjallað um tengslakenningar og áhrif umhverfis á mótun sjálfsins og tilfinningalegs þroska einstaklings.
Auk fræðilegra heimilda um nánd og tengslamyndun var gerð eigindleg rannsókn á viðfangsefninu í þeim tilgangi að fá fram upplifun einstaklinga á „nánd í parsambandi“. Í rannsókninni var enn fremur komið inn á atriði eins og skilgreiningar á hugtakinu og hvað viðmælendum fannst mikilvægast varðandi þróun nándartengsla í ljós komu þrjú megin þemu sem voru talin vera mikilvægust í upplifun náinna tengsla í parsambandi. Það eru vinátta, snerting og tími. Þau styðja fræðilega umfjöllun á margan hátt, sérstaklega hvað varðar ólíkar tegundir nándar.
Fjallað er um náin tengsl í sögulegu samhengi og hvernig þau hafa breyst með breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Með breyttum þjóðfélagsaðstæðum síðustu áratugi hafa ný félagsleg vandamál komið fram sem m.a. hafa komið inn á borð félagsráðgjafa. Sú faglega þekking sem félagsráðgjafinn hefur kemur að miklu gagni í
aðstoð við einstaklinga, pör og fjölskyldur.

Samþykkt
7.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA_Ritgerd.pdf776KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna