is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6145

Titill: 
  • Áhrif eigenda á íslenska fjölmiðla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggist á megindlegri rannsókn sem gerð var meðal blaða- og fréttamanna sex helstu fréttamiðla landsins. Þátttakendur í rannsókninni voru allir blaða- og fréttamenn á DV, þar með talið dv.is og tímarit Birtings, Fréttablaðinu, Fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, þar með talið vísir.is, Morgunblaðinu, þar með talið mbl.is, Ríkisútvarpinu, þar með talið ruv.is og Viðskiptablaðinu. Megintilgangur rannsóknarinnar var að fá svar við því hvort eigendur/forráðamenn utan ritstjórnar hafi nýtt miðlana í eigin þágu. Gagna var aflað með spurningalista sem lagður var fyrir fyrrnefnda blaða- og fréttamenn og unnið úr svörum þeirra. Heimtur voru 53% sem táknar að varúðar verður að gæta við túlkun niðurstaðna.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda sterklega til þess að eigendur íslenskra fjölmiðla hafi nýtt þá í eigin þágu. Hins vegar tekst þeim það sjaldnar en þeir vildu. Þá er það mat meirihluta svarenda könnunarinnar að helstu fréttamiðlar í eigu einkaaðila, þ.e. DV, Fréttablaðið, Morgunblaðið, Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar og Viðskiptablaðið dragi nokkurn eða mikinn dám af eigendum sínum. Ríkisútvarpið er eini miðillinn sem meirihluti svarenda í þessari könnun telur að dragi engan dám af eigendum sínum. Í rannsókninni kom einnig fram að meirihluti svarenda telur að sjálfsritskoðun eigi sér stað á einkamiðlunum en hins vegar telur fimmtungur að hið sama gildi um Ríkisútvarpið.

Samþykkt: 
  • 8.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final- ma.pdf904.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna