is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6155

Titill: 
  • Um lagaumhverfi almenningsbókasafna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um þróun almenningsbókasafna og lestrarfélaga fram að lagasetningu um lestrarfélög nr. 57 frá 1937 og hvernig barist hefur verið fyrir nýjum lögum um almenningsbókasöfn allt frá lagasetningunni 1955. Fjórum sinnum hefur baráttan borið árangur en núgildandi eru lög um almenningssöfn nr. 36 frá 1997 og eru fjórðu lögin sem hafa verið samþykkt. Enn er barist fyrir nýjum lögum og vonir standa til um að nýtt frumvarp að lögum verði lagt fyrir Alþingi innan tíðar. Núgildandi lög eru gölluð þar sem ákvæði um umdæmissöfn hafa aldrei komið til framkvæmda. Ástæðan er að reglugerð sem átti að fylgja lögum var aldrei skrifuð sökum ágreinings um umdæmissöfnin. Að lokum er umfjöllun um framkvæmd laganna á nokkrum almenningsbókasöfnum og staðlar frá Ástralíu og Bandaríkjunum notaðir til samanburðar. Jafnframt er þörfin á stöðlum eða leiðarvísis varðandi mönnun og opnunartíma almenningssafna athuguð í því samhengi. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að ef landið allt á eftir að verða eitt bókasafnsumdæmi undir stjórn Landsbókasafns – Háskólabókasafns sé full þörf á stöðlum eða leiðarvísi hvað varðar fjölda starfsmanna á almenningsbókasöfnum og opnunartíma. Þá þarf að móta stefnu um hvernig skuli staðið að innköllun ársskýrslna frá almenningsbókasöfnum því að öðrum kosti glatast merkilegar heimildir um starfsemi og þróun almenningsbókasafna á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 9.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐIN-tilbúin.pdf9.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Lokað fyrir prentun og afritun.