is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6163

Titill: 
  • Frá frjálslyndi til feðraveldis: Frjálslyndur stuðningur við kvenfrelsi víkur fyrir afturhaldssömu feðraveldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Barátta Íslendinga fyrir sjálfstæði hófst upp úr miðri 19. öld og á sama tíma hófu frjálslyndar hugsjónir að ryðja sér til rúms hér á landi. Í stað þess að telja sér skylt að lúta valdboði að ofan öðlaðist fólk trú á getu og rétt einstaklingsins til að hafa áhrif á eigin örlög og mótun samfélagsins. Mikil bjartsýni ríkti hér á landi og samfara hinni miklu framfaratrú hófu karlar og konur baráttu sína fyrir kvenfrelsi. Um tíma skipaði Ísland sér í fremstu röð hvað varðar kvenréttindi og munu lög þau er sett voru um jafnan rétt kvenna og karla til embættisnáms, námsstyrks og embætta árið 1911 hafa verið einsdæmi í veröldinni. Árið 1911 markaði hins vegar ekki einungis tímamót hvað kvenréttindi varðar. Það ár var einnig borin upp á þingi tillaga þess eðlis að binda kosningarétt kvenna tímabundið við 40 ár og fresta þar með fullum ríkisborgararéttindum þeirra. Staðfastur stuðningur ráðamanna sem skipað hafði veigamikinn sess í framgangi kvennabaráttunnar hér á landi vék á endanum fyrir eiginhagsmunagæslu. Í stað frjálslyndra hugsjóna var konum ýtt til hliðar og við tók íslenskt feðraveldi.

Samþykkt: 
  • 9.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Prenta.pdf364.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna