is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6165

Titill: 
  • Finnast and-glæpasögur á Íslandi? And-glæpaeinkenni í Með titrandi tár: Glæpasaga eftir Sjón og Glerborgin eftir Paul Auster
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allir hafa lesið, haft skoðun á, eða þekkja af afspurn þær mörgu glæpa- og spennusögur sem koma út á ári hverju hér á landi, hvort sem þær eru þýddar eða íslenskar. Bókmenntagrein sem hefur ekki verið jafn mikið í umræðunni þróaðist út frá hinni hefðbundnu glæpasögu. Í lauslegri þýðingu mætti kalla hana and-glæpasögur eða and-leynilögreglusögur, en þetta hugtak hefur trúlega ekki komið fram áður á íslensku. Þessi bókmenntagrein er svar póstmódernismans við hefðum rannsóknabókmenntanna; til dæmis spennusagna, leynilögreglusagna, sakamálasagna og glæpasagna, og byggir að miklu leyti á þeim greinum. Í and-glæpasögum nýta höfundar sér venjur og leiðir hinna hefðbundnu glæpasagna og leika sér með þær, snúa þeim upp í andstæðu sína eða nota þær til að koma öðrum skilaboðum á framfæri en algengt er. Þó að ekki hafi verið skrifað um íslenskar bækur út frá þessu sérstaka hugtaki þýðir það ekki að engar bækur finnist sem hægt er að túlka út frá þeim kenningum sem fylgja því. Hér er fjallað um skáldsögu Sjóns frá 2001, Með titrandi tár: Glæpasaga, í þessu samhengi. Grunnur er lagður að túlkun á skáldsögu Sjóns með því að skoða Glerborgina eftir bandaríska rithöfundinn Paul Auster til samanburðar. Fyrir greiningu á skáldsögu Sjóns er fjallað um hugtakið „and-glæpasaga“. Í þeim kafla má finna skilgreiningu á hugtakinu, með dæmum úr erlendum bókum, en einnig er farið lauslega yfir sögu glæpasögunnar og þróun hennar rakin yfir í and-glæpasögur. Þegar litið er yfir íslenskar bókmenntir virðast við fyrstu athugun allnokkrar skáldsögur falla undir skilgreininguna and-glæpasögur. Við nánari athugun kemur engu að síður í ljós að þær gera það ekki, þrátt fyrir að margar þeirra nýti sér ákveðin einkenni and-glæpasagna. Það er ljóst að íslenskir rithöfundar hafa ekki tileinkað sér þessa nýstárlegu en spennandi grein bókmennta nema í takmörkuðum mæli. Það er miður, vegna þess að and-glæpasögur varpa nýstárlegu ljósi á formið sem þær eru sprottnar úr; glæpasöguna. Þess konar sögur hafa verið sérstaklega vinsælar á Íslandi nú á seinustu árum og mættu alveg við nýjum sjónarhornum eða nálgunum.

Samþykkt: 
  • 9.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6165


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_KolbrunThora.pdf307.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna