is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6169

Titill: 
  • Hvað er maður?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Maðurinn er viðfangsefni þessa lokaverkefnis þar sem markmið mitt er að skýra frá því sem maðurinn virðist vera. Mannveran hefur verið óþrjótandi rannsóknarefni fjölda vísinda- og fræðigreina sem í sífellu hafa aukið möguleika okkar á að skilja hvers konar lífvera eða fyrirbæri maðurinn er. Umræðan um hvað maðurinn er felur óhjákvæmilega í sér fjölbreytta nálgun ólíkra fræðigreina sem skýrt hafa eiginleika mannsins í einhverri mynd. Hér á eftir verður farið yfir þróunarfræðilega forsögu mannsins, sex milljónir ár aftur, allt frá þeim tíma þegar frumstæðar apategundir risu upp á afturlappirnar og hófu göngu á tveimur fótum. Áhersla er lögð á að draga fram markverðustu umbreytingarnar og umbreytingatímabil þessa þróunarferlis þar sem líffræðilegir eiginleikar eru skoðaðir í samhengi við félagslega, vitsmunalega, menningarlega og umhverfislega þætti sem einkenndu hvert tímaskeið. Til þess að komast að því hvort skilgreina beri manninn sem þróaða dýrategund er gerður samanburður á líffræðilegum eiginleikum manna og dýra og menningarlegir og félagslegir atferlisþættir skoðaðir í sama tilgangi. Að síðustu er áherslan færð frá ytri eiginleikum mannsins og sjónarhorninu beint að huglægari þáttum sem lýsa innri veruleika hans og einkennt hafa sögu mannsins síðastliðin 2500 ár. Út frá þeirri umræðu er leitast við að svara upphafsspurningunni „Hvað er maður?“.

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð mannfræði.pdf527.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna