ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6170

Titlar
  • Ómissandi eða afgangsstærð? Alþjóðaþingmannasambandið og veikleikar, styrkleikar, staða og hlutverk alþjóðlegs þingmannasamstarfs

  • en

    Indispensable or Irrelevant? The Inter-Parliamentary Union and the Weaknesses, Strengths, Role and Purpose of International Parliamentary Institutions

Skilað
September 2010
Útdráttur

Þátttaka íslenskra þingmanna í alþjóðastarfi er svo almenn að ætla má að hver einasti þingmaður sé aðal- eða varamaður í alþjóðanefnd. Þá hefur alþjóðastarf Alþingis undanfarin ár kostað á bilinu 1,3 til 3,9 milljónir króna árlega á hvert þingsæti og ljóst að til er kostað miklu af fjármunum og vinnukröftum þingsins. Þrátt fyrir að vera umfangsmikið og kostnaðarsamt hefur Alþjóðastarf þingmanna verið lítið til umræðu bæði í fræðasamfélaginu og fjölmiðlum.
Við nánari skoðun kemur þó í ljós að alþjóðlegt samstarf þingmanna getur skipt miklu í samskiptum þjóða og þátttaka í alþjóðlegu starfi kann að verða æ stærri þáttur í starfi þingmannsins. Alþjóðastofnanir þingmanna geta mögulega fært sterkari lýðræðislega vídd í alþjóðasamskipti auk þess að vera frjór vettvangur hugmynda og skoðanaskipta yfir landamæri. Mögulegt er að alþjóðlegar þingmannastofnanir muni leika æ mikilvægara hlutverk og, sérstaklega í tilviki Alþjóðaþingmannasambandsins, verða sterkari rödd á alþjóðasviðinu. Þar eru enda á ferð alþjóðastofnanir sem búa yfir einstökum eiginleikum, og geta –ef rétt er haldið á spilunum– nýtt sér sérstöðu sína á mörkum hefðbundinna milliríkjastonana (IGOs) og aljþóðlegra frjálsra félagasamtaka (NGOs). Þær geta byggt á lýðræðislegu umboði og sérþekkingu þingmanna en þurfa einnig að gefa gaum sýnileika og ímyndarvinnu til að auka áhrif sín.

Samþykkt
10.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Althjodlegt thingm... .pdf423KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna