is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6172

Titill: 
  • Þunglyndi og fjölskyldumeðferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem hefur áhrif á líf margra fjölskyldna á Íslandi. Í þessari heimildaritgerð verður fjallað um helstu einkenni sjúkdómsins, orsakir og hvaða þættir geta haft íþyngjandi áhrif. Litið er á algengustu meðferðarúrræði en sjónum einkum beint að þeim fjölskyldumiðuðu og þeirri hugmyndafræði sem liggur þar til grundvallar. Fjölskyldumeðferð gengur út frá því að bak við hvern veikan einstakling er fjölskylda og með það að leiðarljósi er boðið upp á fjölskyldufund í samráði við sjúkling til að gefa fjölskyldunni tækifæri til að tjá sig um líðan sína undir faglegri leiðsögn. Hún byggir á kerfiskenningunni þar sem sjónum beint að samspili milli kerfa í smærra og stærra samhengi. Fjölskyldumeðferð hefur það markmið að fá fjölskylduna til að ræða saman, greina vandann og finna styrkleika sína sem heildar og treysta fjölskylduna sem einingu. Rannsóknir sýna að þau börn sem ná að þróa með sér varnarþætti eða seiglu til að takast á við þá erfiðleika sem geta fylgt því að eiga þunglynt foreldri eigi góða möguleika á að standa sig vel síðar meir. Því skiptir miklu að fjölskyldur þunglyndra fái faglega aðstoð til að aðgreina sig frá vandanum og byggja upp heilbrigða hugsun og samskipti.
    Niðurstaða þessarar heimildaritgerðar er að fjölskyldumiðuð meðferðarúrræði gagnist flestum þeim vel sem nýta sér þau Að það þurfi að fræða og styrkja foreldra svo þeir geti rætt við börn sín um sjúkdóminn og veitt þeim þann stuðning sem þau þurfa og að hugmyndafræði félagsráðgjafa og heildarsýn gegni mikilvægu hlutverki í því ferli.

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnkell_Sveinbjornsson.pdf298.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna