is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6184

Titill: 
  • Jöfnuður í heilsufari á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um ójöfnuð í heilsufari. Spurt er hvort finna megi tengsl á milli þjóðfélagsstöðu fólks og heilsufars hér á landi. Til að svara því er byggt á gögnum sem Lýðheilsustöð aflaði með lagskiptu tilviljunarúrtaki íslendinga árið 2007. Til að leggja mat á heilsufar er stuðst við upplýsingar um tíu vanlíðunar¬einkenni sem ætla má að tengist álagi eða streitu. Fylgnimælingar eru gerðar með krosstöflum og „stepwise“ aðhvarfsgreiningu.
    Helstu niðurstöður eru að öll þau vanlíðunareinkenni sem rannsóknin beinist að eru marktækt algengari hjá konum en körlum. Hjá báðum kynjum minnkar tíðni flestra vanlíðunareinkenna eftir því sem aldursflokkarnir eru eldri. Munur á milli kynja er minni í eldri aldurs¬hópum en þeim yngri.
    Marktæk neikvæð tengsl milli menntunar og vanlíðunareinkenna finnast í nokkrum tilfellum. Tengsl milli stöðu á vinnumarkaði og vanlíðunareinkenna eru meira afgerandi hjá konum. Marktæk neikvæð tengsl á milli tekna og vanlíðunar¬einkenna voru algengari hjá körlum.
    Niðurstöður aðhvarfsgreiningar voru að aldur, kynferði og tekjur hefðu mest tengsl við vanlíðunareinkenni. Tengslin voru á þann veg að þeir eldri, tekjuháir og karlar fundu sjaldnar til vanlíðunareinkenna, en þeir yngri, tekjulágir og konur fundu oftar til vanlíðunareinkenna.
    Því má segja að finna megi tengsl á milli þjóðfélagsstöðu fólks og heilsufar þess.

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jöfnudur_í_heilsufari_á_Islandi.pdf610.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna