ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6189

Titill

Rými barna: Barnæskan og skipulagsmál

Skilað
September 2010
Útdráttur

Barnæskan hefur breyst mikið í gegnum ár og aldir og er rými barna þar engin undantekning. Ritgerð þessi fjallar um réttindi barna til þess að móta umhverfi sitt og gengur út frá 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem tekið er fram að börn hafi rétt á að láta skoðanir sínar frjálslega í ljós í öllum málum sem þau varða. Fjallað er um hæfni barna til þátttöku í rannsóknum og aðkomu þeirra að hugmyndavinnu um rými barna á opinberum svæðum. Notast verður við hugmyndir barnafræðanna og nálgun mannfræðinnar á rannsóknum með börnum. Fjallað verður sérstaklega um rými í þéttbýli, jafnt efnaðra sem og fátækra landa. Metið verður hvort, og þá hvernig, þátttaka barna í að meta og bæta umhverfi sitt í borgum hafi jákvæð áhrif á samfélagið sem og börnin sjálf. Einnig er leitast við að svara því hvers vegna slíkt samstarf við börn sé ekki komið í lengri farveg innan landa í ljósi jákvæðna niðurstaðna slíkra verkefna.

Samþykkt
10.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
JónaElísabetOttese... .pdf301KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna