ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/619

Titill

Fjölbreyttar kennsluaðferðir í stærðfræði

Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um hvort þær kennsluaðferðir sem viðhafðar eru í stærðfræði á
unglingastigi séu nægilega fjölbreyttar til að koma til móts við þarfir hvers og eins nemanda.
Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: Eru kennsluaðferðir í stærðfræði á
unglingastigi nægilega fjölbreyttar, þannig að þær taki mið af þörfum hvers og eins nemanda.
Hún er síðan brotin niður í þrjár undirspurningar. Hvaða kennsluaðferðir viðhafa kennarar í
stærðfræði á unglingastigi í grunnskólum? Út frá hverju vinnur kennarinn þegar hann hugar
að hvaða kennsluaðferðir hann ætlar að viðhafa? Hvaða kröfur eru gerðar um kennsluaðferðir
í aðalnámskrá grunnskóla og hvernig hefur sú þróun verið?
Komið er inn á hvað felst í hugtakinu stærðfræði og tengingu hennar við daglegt líf.
Kennsluaðferðir í stærðfræði á unglingastigi í grunnskóla eru athugaðar. Skoðaðar eru
fræðilegar kenningar um nám og hvernig best er komið til móts við þarfir og getu hvers
einstaklings og hvað einstaklingar læra á mismunandi hátt. Hugmyndir um stærðfræðikennslu
í námskrám verða skoðaðar og gerð grein fyrir þróuninni. Einnig voru tekin viðtöl við sex
starfandi stærðfræðikennara á unglingastigi í grunnskóla.
Niðurstöður leiddu í ljós að allir viðmælendurnir eru meðvitaðir um hvað fjölbreyttar
kennsluaðferðir eru mikilvægar fyrir nemendur til að koma til móts við þarfir hvers og eins.
Mismunandi er hvað hentar hverjum og einum því einstaklingurinn lærir á ólíkan hátt. Að
mati viðmælenda vantar fleiri kennslustundir til að viðhafa fjölbreyttar kennsluaðferðir svo
þær samræmist því efni og þeim markmiðum sem aðalnámskrá kveður á um. Af viðtölunum
að dæma hafa samræmd próf í stærðfræði í 10. bekk stýrandi áhrif á kennsluhætti og hefta
jafnvel fjölbreytni. Útlistunarkennsla (töflukennsla), þrautalausnir, og hópvinna eru
algengastar kennsluaðferða, meðan leitarnám, útikennsla og tenging við daglegt líf og
umræður og spurnaraðferðir eru lítið notaðar. Framkoma og viðmót kennara skiptir máli í
kennslu en mestu máli skiptir þó að vinnugleði ríki í námshópnum. Nemendahópurinn og
viðfangsefnin virðast stjórna því hvaða kennsluaðferðir eru viðhafðar hverju sinni.
Áhersluþættir í stærðfræðikennslu eru skilningur, þjálfun, skilningur á stærðfræðihugtökum
og að nemendur læri að nota þau en gerðar eru kröfur um fjölbreyttari kennsluaðferðir í dag
en var áður.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Fjölbreyttar kenns... .pdf8,64KBOpinn Fjölbreyttar kennsluaðferðir í stærðfræði - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Fjölbreyttar kenns... .pdf15,8KBOpinn Fjölbreyttar kennsluaðferðir í stærðfræði - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Fjölbreyttar kenns... .pdf12,3KBOpinn Fjölbreyttar kennsluaðferðir í stærðfræði - útdráttur PDF Skoða/Opna
Fjölbreyttar kenns... .pdf196KBTakmarkaður Fjölbreyttar kennsluaðferðir í stærðfræði - heild PDF